Brussel virkjar á Íslandi - við verðum hjálenda ESB

Ef alþingi samþykkir 3. orkupakkann ákveður Evrópusambandið hvaða náttúruperlum á hálendi Íslands verði sökkt undir virkjun fyrir sæstreng til Evrópu. Það liggur fyrir að forræðið yfir íslenskri raforku er ekki lengur í höndum Íslendinga.

Með 3. orkupakkanum slær Evrópusambandið tvær flugur í einu höggi. Brussel tryggir sér aðgang að íslenskri raforku og um leið íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál. Valdi yfir náttúruauðlind fylgja pólitísk áhrif.

Ice-Link strengurinn flytur ekki aðeins raforku frá Íslandi heldur einnig fullveldið. Þjóð sem missir yfirráðaréttinn yfir helstu náttúruauðlind sinni er ekki lengur fullvalda ríki heldur hjálenda.


mbl.is Ice Link-strengurinn á lista ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Hvað segir Árni Finnsson ?

Haukur Árnason, 10.11.2018 kl. 09:51

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Ef alþingi samþykkir 3. orkupakkann ákveður Evrópusambandið hvaða náttúruperlum á hálendi Íslands verði sökkt undir virkjun fyrir sæstreng til Evrópu. ""

Þetta held ég að sé röng fullyrðing hjá þér Páll. Hvað verður virkjað (hvað fer í nýtingarflokk) verður á fram á forræði íslendinga en allt sem ákveðið verður að virka verður ráðstafað af innri markaði EU.

Guðmundur Jónsson, 10.11.2018 kl. 10:42

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Páll, að vekja athygli á þessum afdrifaríku afleiðingum af Þriðja orkupakkanum.

Icelink-samningar við Breta yrðu, áður en að lögleiðingu Þriðja orkupakkans kæmi, einungis til að ryðja honum braut. Þess vegna er umboðslaust tilraunabrall Bjarna fjármálaráðherra í þá átt með sæstrengssamning við Breta beinlínis eitruð flétta og atlaga að réttarstöðu landsins gagnvart orkupakkanum og yfirráðum Acer og landsreglarans og ESB í þessum stóra geira efnahagslífs okkar, með hrikalegum afleiðingum.

Stöðvið Bjarna í þessum ósvífnu fyrirætlunum hans, Sjálfstæðismenn!

Jón Valur Jensson, 10.11.2018 kl. 11:58

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Útlendingar utan ESB hafa nú þegar tryggt sér aðganga að virkjunum hér á landi í gegnum HS Orku.  Þegar blautur draumur Óla Björns og Bjarna Ben um einkavæðingu Landsvirkjunar og Landsnets, rætist þá mun ekkert stoppa þessi áform um sæstrenginn.

Varðandi virkjanir þá er öruggt að allt verður virkjað sem ekki er nú þegar í verndunarflokki.  Og því miður þá er alls ekki búið að tryggja verndun þeirra svæða sem þó á að vernda samanber hálendið sunnan Drangajökuls sem á að sökkva undir Hvalárvirkjanirnar sem HS Orka er að undirbúa.  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2018 kl. 23:44

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og þjóð sem gefur frá sér auðlindir sínar er ekki fullvalda. Sú leppstjórn sem hér situr í umboði kvótagreifa er ekki sjálfstæð.Þorsteinn Már lét það uppi í vikunni hver raunverulega ræður hér.  Sjáum til hve lengi seðlabankastjóra er sætt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2018 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband