Föstudagur, 9. nóvember 2018
Vanstilltur forstjóri Samherja
Eftir hrun vöknuðu grunsemdir að Samherji færi ekki að settum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Fyrirtækið var rannsakað, eins og lög gera ráð fyrir. Eftir þóf í dóms- og réttarkerfinu, sem almennt telst ekki saknæmt, er fyrirtækið sýknað af sektargreiðslu með úrskurði hæstaréttar.
Málinu ætti þar með að vera lokið.
Forstjóri Samherja notar sýknuna til að krefjast hreinsana í Seðlabanka Ísland. Þetta eru öfgaviðbrögð manns sem heldur að hann standi ofar lögum. Vitanlega átti að rannsaka Samherja ef minnsti grunur vaknaði að stórneytandi á gjaldeyri hefði rangt við. Það var beinlínis skylda bankans.
Það eyðileggur sigur Samherja í hæstarétti að forstjórinn gjammi á opinberum vettvangi um að embættismenn sem sinna starfsskyldum skuli missa vinnuna ef þeir sitja ekki og standa eins forstjórinn býður. Einhver vinveittur forstjóranum ætti að benda honum á að tímar Bogensen eru liðnir. Við búum í lýðveldi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum.
SÍ hljóti að draga lærdóm af dómnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver sem hefur lesið bók Björns Jóns Bragasonar, Gjaldeyriseftirlitið, ætti að skilja hefndarhug Þorsteins Más. Þetta er flókin frásögn en sýnir einbeittan brotavilja Seðlabankans gegn Samherja og reyndar fleiri fyrirtækjum sem öll hafa verið sýknuð í dómsmálum. Nú síðast Samherji.
Seðlabankinn hafði ekki heimild til að ganga eins langt og hann gerði og það jafnvel eftir að sérstakur saksóknari vísaði máli seðlanankans ítrekað frá. Aðför seðlabankans að þessum fyrirtækjum líktist meira þráhyggju en lögmætu eftirliti.
Ragnhildur Kolka, 9.11.2018 kl. 18:11
Ragnhildur vitnar í bók Björns sem segir allt sem segja þarf um misráðið rannsóknarvald. Asertamálið og fleiri mál sem ekki eiga heima í Seðlabanka. Kratar og kommúnistar hvar sem er reyna að koma sínum mönnum alstaðar að til að tortryggja sjálfstæðan atvinnurekstur.
Samherjamenn eiga þakkir skilið fyrir að gagnrýna hvernig staðið var að rannsókninni. Hreiður vinstrimanna manna, RÚV fékk forgangs upplýsingar úr Seðlabanka um að til stæði umfangsmikill rannsókn á stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Fyrstir á vettvang til að mynda tilbúning sem nú hefur komið í ljós að stóðst ekki lög.
Páll ætti að lesa bók Björn Jóns Bragasonar, en í henni eru mýmörg dæmi um hvernig ráðist var á Samherjamenn. Án haldbæra sannana um misferli af starfsmönnum Kastljóss og Seðlabanka.
Sigurður Antonsson, 9.11.2018 kl. 20:29
Sammála...Enda er þetta "hreiður" búið að vera endastöð útbrunninna þingmanna og taka við landsfrægum kjaftöskum úr hinu pólitíska umhverfi, og nú síðast hinn alræmda Davíð Oddsson sem lék lausum hala innan veggja "hreiðursins" og var að sjálfsögðu settur af eftir hrunið, þar sem hann var einn af aðalleikendunum á stára sviði SÍ og sem áskrifandi hálauna og eilífðargreiðslna sem sem hann stofnaði til, til handa sér og sínum til loka ævidaga. - Takk fyrir að vera sammála um Seðlabankann...Takk, takk.
Már Elíson, 9.11.2018 kl. 20:56
Þetta eru engin öfgaviðbrögð. Þorsteinn Már fór einfaldlega og gerði það sem hann sagðist ætla að gera eftir að Már lokaði sig inni í Seðlabankanum í stað þess að afsaka gjörðir sínar og sinna undirmanna.
Einföld afsökun á röngu mati hefði nægt en nei, það var boðið upp í stríð. Það stríð tapast í orrustum og SÍ mun tapa öllum þeim orrustum sem þetta stríð býður upp á.
Mér sem skattgreiðanda finnst að Seðlabankastjóri og pótintátar geti einfaldlega borgað þetta stríð úr sínum eigin vasa í stað minns og kannski þinns, Páll.
Sindri Karl Sigurðsson, 9.11.2018 kl. 21:22
Már er flúinn land.
Guðmundur Böðvarsson, 9.11.2018 kl. 21:49
Ég sem stóð í þeirri trú, að við hefðum losað okkur
við sýslumennina í den. En þeir fóru með vald sitt
sem lögregla, rannsakendur og dómarar..!!
Már, greinlega hélt að hann hefði þetta valdsvið.!!
Einu sinni var Seðlabankinn skúffa í Landsbankanum og
allt gekk bara þokkalega.
Hverni væri að opna þá skúffu aftur svo við getum
losnað við þett bákn sem Seðlabankinn er...??
Bákn, sem er venjulega til í þjóðfélagi sem telur
milljónir..!!
Þetta apparat má alveg missa sín, enda gert til
að skaffa útvöldum góð laun. Og ekki í þágu þjóðarinnar.
Hvenær ætla embættismenn og þingmenn að átta sig
á því, að við erum bara 350 þúsund manns..??
Hvað er það sem gerist hjá þessu fólki sem kemst á þing..?
Heilaþvegið í kjallaranum...?? Maður spyr sig.!!
Gætum haft það svo gott, ef ekki væri fyrir þessa
endalausu útþennslu fyrir þá sem liggja á spenanum.
Einu sinni, var einhver flokkur sem notað það sem
slagorð "Báknið burt".
Hvernig væri ef einhver flokkur myndi nú taka það
upp og standa við það.
Sigurður Kristján Hjaltested, 10.11.2018 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.