Verkó: peningar, pólitík og samfélagsmiðlar

Valdabaráttan um verkalýðsfélög síðustu misseri snýst um tvennt, peninga og pólitík. Verkalýðsfélög eru í einokunarstöðu neð áskrift að félagsgjöldum sem félagsmenn eru neyddir að greiða og hafa einkarétt að gera kjarasamninga á sínu félagssvæði.

Pólitík er notuð til að réttlæta fjandsamlega yfirtöku á verkalýðsfélagi. Í pólitíkinni eru notuð falleg orð eins og lýðræði í bland við ásakanir um spillingu.

Yfirleitt er kosningaþátttaka í stjórnarkjörum verkalýðsfélaga innan við tíu prósent. Félögin eru sem sagt félagslega dauð og lýðræðið markleysa.

Þriðji þátturinn í yfirtöku á verkalýðsfélögum eru samfélagsmiðlar. Þeir eru nýttir til að koma á framfæri ásökunum um spillingu.  Frá samfélagsmiðlum streyma ásakanirnar í fjölmiðla. Þá eru samfélagsmiðlar notaðir til að smala þessum 5-7 prósentum félagsmanna sem nægir til að sigra í stjórnarkosningum.

Á liðnum áratugum komust verkalýðsfélög til valda og áhrifa í samfélaginu vegna lagaramma alþingis  annars vegar og hins vegar í krafti þess að einu sinni var verkalýðshreyfingin félagsauðug fjöldahreyfingin.

Þegar verklýðshreyfingin er orðin meira og minna handbendi öfgafólks sem segir sig frá samfélaginu með 19. aldar byltingarorðræðu og hótar að taka atvinnulífið í gíslingu með verkföllum er það skylda ríkisvaldsins að grípa í taumana og láta ekki umboðslausa rugludallana stjórna þjóðarskútunni.

Fyrsta krafan hlýtur að vera að auðvelda launþegum að segja sig frá verkalýðsfélögum og stofna ný eða alfarið standa utan félaga. Það er algerlega ótækt að öfgafólk sem virkjar 5-7 prósent félagsmanna verkalýðsfélaga komist í oddaaðstöðu í samfélaginu.


mbl.is Stjórn Sjómannafélagsins fordæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sósíalismi hefur alltaf brugðist. Frekar en að sætta sig við að hann leiðir alltaf til einræðis, fasisma, ofsókna, eymdar og volæðis er (eðlileg) gagnrýni á kapitalisma notuð til að réttlæta sósíalismann! Haldið er í úldnar klisjur að eins gróði sé annars tap. Í vinstri flokkum og flestum fjölmiðlum er mikið umburðalyndi fyrir orðræðu 19. aldaer sósíalisma og marxisma. Engin andstaða er við róttækni þegar hún skýtur upp kollinum. Róttæk verkalýðsbarátta er rekinn á gömlum lygum og hatri á ímynduðum óvin sem hvergi er að finna nema í höfðinu á róttæklingum. Búnar eru til væntingar sem engin innistæða er fyrir.

Benedikt Halldórsson, 4.11.2018 kl. 13:21

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nasismi er viðbjóðslegur. Þótt nasískar hugmyndir skjóti stundum upp kollinum í hægri flokkum er það pólitískt sjálfsmorð að viðra þær opinberlega. Það er einnig ólíklegt leikritahöfundur fái styrk til að skrifa leikrit sem mærir nasisma og enn ólíklegra að nasisti gæti orðið formaður Eflingar. Menn kenna sig við róttækni og byltingu og njóta virðingar. Af hverju?

Benedikt Halldórsson, 4.11.2018 kl. 13:48

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nákvæmlega hvað er nazismi?  Yngra fólk í dag hefur ekki hugmynd um hvað nazismi er, og full þörf á því að útskýra.  Sjálf hef ég jafnvel ekki hugmyndafræðina á hreinu, aðeins óljóst minni frá uppvaxtarárunum uppúr WW2.  Stalín sendi óæskilega í útrýmingarbúðir í Síberíu, Hitler sína í brennsluofnana. Hver var annars munurinn á þessum tveimur körlum/stefnum?  

Kolbrún Hilmars, 4.11.2018 kl. 18:12

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þú spyrð Kolbrún. Góð spurning. Er búinn að hugsa um svarið í nokkra daga. Ég tala bara fyrir mig, er engin sérfræðingur í helstefnunum tveimur. Marxisti / sósíalisti og nasisti er eins og ofbeldismaður eða ofbeldiskona sem heldur heimilinu í gíslingu. Þú mátt ekki segja hvað sem er. Það fyrsta sem lætur undan þegar alþjóðlegt heimilisofbeldi sósíalisma og nasisma vex fiskur um hrygg er málfrelsið. Sósíalistinn kemur vel út á við og fólk vill trúa lygum hans. Hann ásakar aðra um rasisma, islamafóbíu, nasisma o.s.fr.v. eins og eiginmaður sem segir konuna sem hann lemur - geðveika. Allt er öðrum að kenna. Sósíalistar og nasistar eru svipaðar týpur. Í þeim býr sjúkleg stjórnsemi sem kemur heimili á vonarvöl og svo heilum þjóðunum ef þeir komast til valda.  

Benedikt Halldórsson, 6.11.2018 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband