Bandarísk hnignun, Trump og vestrćn menning

Bandaríkin hafa dundađ sér viđ ađ breyta landamćrum og stjórnskipan ríkja um víđa veröld allt frá lokum seinna stríđs. Iđjan var réttlćtt međ lýđrćđi, mannréttindum eđa hráum bandarískum hagsmunum, stundum dulbúnir sem vestrćnir hagsmunir, sbr. innrásin í Írak 2003.

Landamćri Bandaríkjanna urđu eins og gatasigti ţegar leiđ á síđustu öld, einkum suđurlandamćrin ţar sem fátćklingar frá Suđur-Ameríku streymdu til fyrirheitna landsins.

Landamćri voru eitt stóru málanna í bandarísku forsetakosningunum 2016. Trump lofađi ađ loka ţeim fyrir óćskilegum innflytjendum og náđi kjöri. Aftur eru landamćrin stórveldisins á dagskrá ţingkosninga tveim árum síđar.

Stórveldi međ áhyggjur af eigin landamćrum er komiđ á samdráttarskeiđ. Eđli stórvelda er útţensla ţar sem landamćrum annarra ríkja er breytt í ţágu hagsmuna stórveldisins.

Mótsögnum samtímans er ađ um leiđ og Bandaríkin sýna skýr og ótvírćđ merki um ađ ţau ćtli ađ draga úr stórveldasýningu síđustu 70 ára eru bandarísk innanríkismál orđin mál málanna í flestum ríkjum heims. Jafnvel á litla Íslandi er forseti Bandaríkjanna fyrirferđameiri í umrćđunni en pólitískar heimasćtur.

Ađeins einn mađur, Trump, er ástćđa mótsagnarinnar. Tvćr skýringar gćtu veriđ á mótsögninni. Í fyrsta lagi ađ hnignun Bandaríkjanna sé um leiđ sólsetur vesturlanda og vestrćnnar menningar. Í öđru lagi ađ Trump sé holdgervingur vestrćnnar endurreisnar.


mbl.is Sendi 15.000 hermenn ađ landamćrunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband