Þriðjudagur, 30. október 2018
Ríkið veitir möguleika til auðlegðar en líka fátæktar
Ríkið á að veita grunnþjónustu, sveitarfélög félagsþjónustu. Hið opinbera á ekki að útvega okkur vinnu, húsnæði eða maka. Sjálfráða einstaklingar eiga val um menntun, búsetu, starf, makaval og þar fram eftir götunum.
Ef fólk verður fyrir ófyrirséðum skakkaföllum viljum við að það geti leitað til velferðarþjónustu og fengið aðstoð.
Vísasti vegurinn til að glötunar er að láta ríki og sveitarfélög ákveða hvernig við högum lífi okkar, umfram það sem nauðsynlegt er til að samlífið sé sæmilega öruggt og friðsælt.
Sósíalistar af ýmsum sortum gera kröfu um að ríkið stýri lífi okkar. Það er ekki góð hugmynd. Við eigum að standa og falla með okkar eigin ákvörðunum.
Ekki töff að nýta sér neyð fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkurat. Sumir nenn'ess'ekki, enda er lífið erfitt og oftast bara um tvo vonda kosti að velja eins og í Íslendingasögunum. Hjá marxistum er valið á milli góðs og ills, vondra kapítalista og góðra marxista.
Benedikt Halldórsson, 30.10.2018 kl. 19:20
Nú verður fjölmiðlanefnd að fara að slá á puttana á þér Páll. Þar sem þú ert "áhrifavaldur" í bloggheimum þá ber þér að merkja allar kostaðar færslur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2018 kl. 00:11
Marxistar / sósíalistar / jafnaðar-eitthvað, setja ekki mannlegt eðli inn í jafnaðarjöfnuna. Mannlegt eðli er ekki til skiptanna. Þótt öllu sé skipt jafnt á milli allra, gæti einn banani orðið tilefni til árásar á þann sem er einum banana ríkari en aðrir. Og þegar efnahagslegi jöfnuðurinn er algjör er ráðist á þann sem hefur meiri orðaforða, syngur betur eða fær stelpurnar til að hlæja að bröndurum.
Benedikt Halldórsson, 31.10.2018 kl. 05:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.