Breki stofnar stjórnmálaflokk

Nýr formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, tilkynnir á fyrsta degi í starfi að stjórnmálaflokkur hafi orðið til með kjöri hans í embætti.

Nýi flokkurinn er til höfuðs krónunni. Óvíst er hvort Neytendaflokkurinn halli sér að dollar, evru eða myntkörfu.

Neytendaflokkurinn er í ágætis færum að fá mann á alþingi. Þar eru ekki nema sjö flokkar og auðvitað þurfum við fleiri.


mbl.is Krónan minnir á skopparakringlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

Breki ætti að kynna sér afstöðu neytendasamtaka evruríkja og fá að heyra hvort þau fögnuðu almennt upptöku evru í sínum heimalöndum á sínum tíma. Ég efast um að sú könnun yrði evrunni hagstæð.

Þá vita allir að upptaka evru er ávísun á atvinnuleysi.  Lang öflugasta hagstjórnartækið dettur út úr jöfnunni, og vinnuaflið/neytendur tekur á sig hallann.

Guðlaugur Guðmundsson, 29.10.2018 kl. 18:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Neitendaflokkurinn verður sá níundi spái ég.

Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2018 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband