Mánudagur, 29. október 2018
ASÍ er auðvaldið
Lífeyrissjóðir ráða ferðinni í stærstu fyrirtækjum landsins. Verkalýðshreyfingin stýrir lífeyrissjóðum til jafns við atvinnurekendur. Stjórnir fyrirtækja ákveða laun æðstu stjórnenda. Eftirfarandi tillaga var samþykkti á nýafstöðnu ASÍ-þingi:
að hafna ofurbónusum og óhóflegum arðgreiðslum til fyrirtækjaeigenda og að fulltrúar launþega í lífeyrissjóðunum ynnu í samræmi við stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Samtökin vilja að stjórnarmenn lífeyrissjóða beiti sér fyrir því að starfsfólk fyrirtækja njóti arðsemi ekki síður en hluthafarnir.
Auðvaldið er sem sagt ASÍ og það er örlátt á bónusa og arð en lætur naumhyggju ráða í launum almennra starfsmanna.
Ný forysta ASÍ auðvaldsins hlýtur að taka til hendinni í stjórn stærstu fyrirtækja landsins og gefa þar með tóninn fyrir annan atvinnurekstur. Þegar kemur að kjarasamningum eru ASÍ félögin að stórum hluta að semja fyrirtæki í eigu launþega. Það ætti ekki að vera flókið.
Telur jafnvægi í forystu ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.