ASÍ er auðvaldið

Lífeyrissjóðir ráða ferðinni í stærstu fyrirtækjum landsins. Verkalýðshreyfingin stýrir lífeyrissjóðum til jafns við atvinnurekendur. Stjórnir fyrirtækja ákveða laun æðstu stjórnenda. Eftirfarandi tillaga var samþykkti á nýafstöðnu ASÍ-þingi:

að hafna of­ur­bón­us­um og óhóf­leg­um arðgreiðslum til fyr­ir­tækja­eig­enda og að full­trú­ar launþega í líf­eyr­is­sjóðunum ynnu í sam­ræmi við stefnu verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Sam­tök­in vilja að stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóða beiti sér fyr­ir því að starfs­fólk fyr­ir­tækja njóti arðsemi ekki síður en hlut­haf­arn­ir.

Auðvaldið er sem sagt ASÍ og það er örlátt á bónusa og arð en lætur naumhyggju ráða í launum almennra starfsmanna.

Ný forysta ASÍ auðvaldsins hlýtur að taka til hendinni í stjórn stærstu fyrirtækja landsins og gefa þar með tóninn fyrir annan atvinnurekstur. Þegar kemur að kjarasamningum eru ASÍ félögin að stórum hluta að semja fyrirtæki í eigu launþega. Það ætti ekki að vera flókið.


mbl.is Telur jafnvægi í forystu ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband