Eru 1,3 milljónir kr. ofurlaun?

,,95% launþega í land­inu eru með 1,3 millj­ón­ir á mánuði eða minna," segir í viðtengdri frétt. Hagstofan segir okkur að meðalheildarlaun á Íslandi á síðasta ári voru 706 þús. kr. á mánuði.

Það liggur í augum uppi að við getum ekki kallað það ofurlaun sem ekki ná tvöföldum meðallaunum.

Tilfinningaþrungin umræða um meint launamisrétti er ekki byggð á staðreyndum heldur ýkjum og ósannindum.  


mbl.is Gæti orðið erfitt að lenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það gæti farið eftir því hvort að bara sé um að ræða eingöngu dagvinnu 

eða mikla yfirvinnu?

Myndum við ekki segja að þeir sem að væru með 1 milljón á mánuði eða meira

fyrir eingöngu dagvinnu; að þeir væru á ofurlaunum?

Jón Þórhallsson, 28.10.2018 kl. 12:35

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég sé að Þröst­ur Ólafs­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar er enn að. Hann aðstoðaði okkur löndunarkalla að "leiðrétta" launin. Og viti menn, þau hækkuðu svo um munar en við vorum ekki margir, aðeins tvö gengi. Þetta var fyrir 30 árum. Ég vona að Þröstur sé ennþá jarðbundinn og skynsamur og geti komið marxistum niður á jörðina. 

Benedikt Halldórsson, 28.10.2018 kl. 12:37

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég var í 15 ár félagsmaður í Dagsbrún (Dagbrún + Framsókn = Efling) sem nú að verða gæluverkefni marxista. Við vorum með nálægt milljón á mánuði (á núvirði) án mikillar yfirvinnu. Byrjuðum sex á morgnanna. Allra fyrst árið 1978 þegar uppmælingin hófst vorum við með hærri tekjur en sjómenn. En svo smátt og smátt lækkuðu launin - eðlilega. Menn vanmátu tímann sem það tók að landa. Það voru litlar mannabreytingar. Sömu menn saman í áravís. Svo var samið um ísun (Þröstur Ólafsson aðstoði). Menn vanmátu aftur tímann sem það tók. Mig minnir að það hafi verið gert ráð fyrir að það tæki 4 tíma (yfirvinnu) að koma fyrir 40 tonnum af ís í lestina. Allur ísinn fór í 90 lítra kassa.  Ísmagnið jókst upp í 120 tonn af ís (stundum meira). Fyrir það fenguð við 12 tíma í yfirvinnu. En okkur tókst smám saman  að koma fyrir 120 tonnum af ís - allt í kassa - á einum klukkutíma. Við ísuðum kannski 3 skip á viku sem tók samtals 3 tíma og fengum fyrir það 36 yfirvinnutíma. 

Benedikt Halldórsson, 28.10.2018 kl. 13:26

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ungt og hraust fólk fær yfirleitt kaupauka ef það stendur sig. "Samstaða" vinnur gegn verkafólki. Vístalan fór ekki úr skorðum þótt við, örfáir kallar, fengjum 25% launahækkun. Hitt er annað mál að það er farið illa með marga pólverja. Efling á að standa vaktina í þeim efnum af raunsæi, ekki að mála skrattann á veggin. 

Benedikt Halldórsson, 28.10.2018 kl. 13:51

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það rísa á manni hárin að sjá útspil í orðræðu um kaup og kjör sem gengur út á að auka samneyslu og með því móti sé hægt að jafna allt út í eina flatköku. Það þarf enga speki og ekki einu sinni reiknikunnáttu til að sjá út að ef ég gef einhverjum hálf launin mín þá þarf einhver annar að gefa sinn helming til að þiggjandinn sé með sömu laun.

Já aukum samneysluna og athugum hvort Marx og Lenín höfðu rétt fyrir sér.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.10.2018 kl. 14:00

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Segðu. Drífa hefur reiknað út hvað fólk þarf til að lifa. En hvað með vinnuna sjálfa? Er kannski engin ástæða til að vakna á morgnana til að dröslast í leiðinlega vinnu eða að standa sig í vinnunni? Hvað með hagræðingu? Marxismi og svokölluð "róttækni" sem hefur verið hafinn til skýjanna er róttækur vanþroski. 

Benedikt Halldórsson, 28.10.2018 kl. 14:21

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Og vanþroska fólk er reitt eins og börn sem fá ekki það sem þau vilja. Svoleiðis fólki fer fjölgandi. Það ber enga ábyrgð, ekki frekar en smábörn, allt er öðrum að kenna. Það getur verið krúttlegt að sjá lítil börn taka frekjuköst en það er ekki gaman að sjá "fullorðið" fólk sem kennir sig við marxískan vanþroska, setja allt samfélagið á annan endann. Og hvað nú? Nú þarf að sefa reiði þess, er það ekki? Svo segir einhver meðvirkur spekingur að reiðin sé skiljanleg!

Benedikt Halldórsson, 28.10.2018 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband