Trump og orðheldinn skáldskapur

Trump er gagnrýndur af forvera sínum, Obama, fyrir skáldskap um fyrirætlanir sínar, t.d. skattalækkun á millistéttina. Aðrir gagnrýnendur Trump, Washington Post til að mynda, segja sitjandi forseta þann orðheldnasta í seinni tíma sögu Bandaríkjanna.

Ósannindi eru fylgifiskur stjórnmála, um það eru bæði gömul dæmi og ný. En það sker í augu að einni og sami stjórnmálamaðurinn er gagnrýndur bæði fyrir að ljúga og halda orð sín.

Ef farin er leið málamiðlunar, og sagt að Trump fari ýmist með sannindi eða ósannindi, svona eftir hvernig stendur á, er hann orðinn að venjulegum stjórnmálamanni. Hvert er þá vandamálið? 


mbl.is Obama hneykslast mjög á Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband