Föstudagur, 26. október 2018
Stéttabaráttan afhjúpar veikleika ASÍ
Foringi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson, er um sextugt og fann ţađ út ađ hćgt vćri ađ gera sig gildandi í hálfdauđri hreyfingu launafólks. Félagi Sólveig Anna í Eflingu er ekki beinlínis unglingur og Drífa varla Rauđhetta - ţótt ekki sé nema fyrir orđbragđiđ.
Sameiginlegt ţessum ţrem og nokkrum öđrum er herskátt orđbragđ ţar sem stéttabarátta er miđlćg. Um Gunnar Smára ţarf ekki ađ fjölyrđa. ,,Ritsnillingurinn" var bćđi í vinnu hjá auđmönnum og sjálfur atvinnurekendi, áđur en hann datt niđur áđur sósíalisma. Sólveig segist fćdd róttćk dóttir Jóns Múla og Ragnheiđar Ástu. ,,Borgarastéttin verđur tjúlluđ ef henni er ógnađ," er yfirskrift viđtals viđ formann Eflingar í Mannlífi í dag. Drífa talađi um ,,auđvaldsdekur" ţegar hún hćtti í Vinstri grćnum vegna ríkisstjórnarsamstarfs viđ Sjálfstćđisflokkinn.
Ţar sem enginn unglingur er í hópnum má gefa sér ađ róttćknin er ekki bernskubrek ungs fólks sem veit ekki betur.
Ísland er stéttlaust land, ţađ er jafnlaunaland og land jafnréttis. Háskólamenntađir kennarar ná varla međallaunum ASÍ-félaga. Engar forsendur eru fyrir stéttabaráttu. Hverju sćtir róttćknin?
Verkalýđshreyfingin er ţjökuđ af félagslegum dođa. Fáir gefa sig í trúnađarstörf og kosningaţátttaka er innan viđ tíu prósent. Stjórnmálaflokkar nenna ekki lengur ađ tryggja stöđu sína í hreyfingunni. ASÍ-forystan gjammar ađ ríkisstjórninni en ráđherrar benda á ađ Samtök atvinnulífsins eru viđsemjendur, ekki ríkisvaldiđ.
Verkalýđshreyfingin er moldrík. Verkalýđsrekendur hafa gćtt ţess á síđustu árum ađ tryggja sér prósentur í kjarasamningum ţegar ţeir semja um lágmarkskaup vinnandi fólks. Launţegum er skylt ađ greiđa ţjónustugjöld til verkalýđsfélaga, 0,7 prósent eđa meira af heildarlaunum. Digrir sjóđir kalla á umsýslu og ţar er mörg matarholan. Verkalýđsrekendur eiga líka ađgang ađ stjórnarsetu í lífeyrissjóđum ţar sem feitan gölt er ađ flá.
Harđsnúinn kjarni sósíalista og róttćklinga, sem stýrir núna stćrstu ASÍ-félögunum, makar krókinn um hríđ en getur ekki beitt sér af neinu viti í landsmálum. Í pólitískri umrćđu er engin eftirspurn eftir róttćkni verkó. Vinstri grćnir náđu sögulegum sáttum viđ Sjálfstćđisflokkinn og Samfylking hugsar ađeins um ESB og evru.
Ţegar harđur veruleikinn mćtir verkalýđsrekendum viđ samningaborđiđ eftir áramót verđur pípiđ um stéttabaráttuna löngu gleymt. Fólk lifir ekki á slagorđum, nema skrifstofuliđ verkó - ţađ fćr sinn hlut á ţurru.
Drífa: Róttćkni er hressandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Međallaun verkafólks voru um 450 ţúsund (áriđ 2017). Međallaun á Íslandi voru ţriđju hćstu í heiminum ţegar dýrtíđin er tekinn međ í reikninginn, 61,787 dollarar áriđ 2017 eđa um 617 ţúsund á mánuđi (miđađ viđ gengi dollars sem var ţá 100 kr.) Allra lćgsti taxti var rétt undir 300 ţúsund á mánuđi en mjög margt verkafólk fćr bónusa og uppmćlingu.
Pólverjar eru margir á strípuđum töxtum. Í Póllandi eru lćgstu laun um 40 ţúsund kr. 14 ţúsund pólverjar vćru ekki á íslandi ef kjörinn vćru afleit. Hlutverk Eflingar er ađ sjálfsögđu ađ passa uppá ađ ekki sé svínađ á fólki, ekki ađ koma á marxisma en pólverjar hafa ekki góđa reynslu af alrćđi öreiganna.
Ađstćđur hvers og eins eru mismunandi sem sanna ekki ađ allt sé ađ fara til helvítis. Međaltaliđ er vissulega engin huggun í fátćkt en ţađ gefur vísbendingu um stöđuna, hvađ ţarf ađ laga.
Ţađ má alltaf gera betur án marxisma.
https://www.youtube.com/watch?v=gbfjM1WkMJo
https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_average_wage
Benedikt Halldórsson, 26.10.2018 kl. 19:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.