Píratar biðja um fleiri Piur á alþingi

Píratar leggja til að handahófsúrtak ráði vali á tíu einstaklingum er fái að ávarpa alþingi. Fordæmið, sem Píratar vísa til um fólk sem ekki er alþingismenn en fá engu að síður leyfi til að tala á fundi alþingis, er Pia Kjærs­ga­ard.

Píratar mættu ekki þingfundinn með Piu, af því hún hafði rangar skoðanir, en fannst allt í lagi að skála við hana enda kunna Píratar ekki útlensku.

Spurning hvort frekari skilyrði Pírata verði sett á þá tíu sem fái að tala á alþing, t.d. að þeir hafi skoðanir sem Píratar þola og að þeir tali íslensku.


mbl.is Almenningur fái að ávarpa Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er þjóðarskömm að öllum þingflokki Pírata. Þetta eru furðufuglar enda margir með sjúkrasögu

Halldór Jónsson, 25.10.2018 kl. 13:14

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eftir hvaða og/eða hvers handahófi ætti að fara?  Hlutkesti úr skattskránni eða Facebook?

Kolbrún Hilmars, 25.10.2018 kl. 13:58

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það gata allir tjáð sig hérna í bloggheimum með einföldum hætti

ef að fólki liggur eitthvað á hjarta.

Oft getur slíkt verið betri til

að koma sjónarmiðum á framfæri á myndrænan hátt 

með útreikningum eða tækniteikninugm

heldur en gjammið inni  á Alþingi

þar sem að allt gengur út á að hafa sem hæst

og að skamma andstæðinginn á 1 mínútu.

Jón Þórhallsson, 25.10.2018 kl. 14:15

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Flestallir, ef ekki allir stjórnmálaflokkar drulla upp á bak, við og við. Píratar hafa hinsvegar haft stöðugan niðurgang frá stofnun og ekki einu sinni náð að drulla upp á bak. Þvælan og ruglið sem vellur úr þessu fyrirbæri nær ekki einu sinni upp úr buxnastrengnum, nema þegar kemur að því að klæðast eins og kjánar á Alþingi Íslendinga. Varla að maður eigi orð um andskotans ruglið, sem þessu liði dettur í hug. Legg til að þingmenn undirgangist lyfjapróf og er ekki að grínast!

 Gðar stundir, með kveðju að  sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.10.2018 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband