Menntun skýrir launamun, ekki kynferði

Yngri konur eru með meiri menntun en karlkyns jafnaldrar þeirra. Af því leiðir eru konur á aldr­in­um 18-27 ára í vinnu hjá hinu opinbera með hærri laun en karlar í sama aldursflokki.

Í meira en tvo áratugi útskrifast fleiri konur en karlar með stúdentspróf, sem er undirbúningur fyrir háskólanám. Í nær öllum deildum háskóla eru konur fleiri en karlar.

Fólk hefur frjálst val um hvaða nám og störf það tekur sér fyrir hendur. Kynbundinn munur kemur fram í þessu vali. Þannig eru konur 80 prósent kennara en innan við 1% flugvirkja.

Það örlar á þeirri hugsun að ,,kvennastéttir" fái lægri laun en dæmigerðar ,,karlastéttir". En starfsgreinar eru mannaðar eftir framboði á starfsfólki. Fyrir tveim kynslóðum var kennarastéttin býsna karllæg.

Ólíkt val karla og kvenna á námi og störfum sýnir að það er munur á milli kynjanna. Sá munur er ekki föst stærð heldur tekur þróast hann í menningunni. 


mbl.is Rangar ályktanir um launamun kynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband