Föstudagur, 19. október 2018
Verkó hótar kreppu og fólk hættir innkaupum
Verkalýðshreyfingin er allt árið búin að tala upp kreppu í hugum landsmanna. Um næstu áramóti mun efnahagskerfið lamast, segja forkólfar launþegahreyfingarinnar.
Herskár tónn verkó hvetur almenning til að halda að sér höndum í innkaupum, einkum á dýrum vörum eins og bílum. Áhrifin á gjaldeyrismarkaðinn, þar sem krónan fellur vegna hótana um kreppu, auka enn á fælingarmáttinn.
Heimatilbúin kreppa verkalýðshreyfingarinnar eykur ekki líkurnar á hagfelldum samningum fyrir launþega. Í kreppu versnar samningsstaða þeirra sem selja vinnuafl sitt. Þökk sé verkó.
Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli það séu ekki frekar útflutningsgreinarnar sem báðu um veikingu krónunnar og Seðlabankinn að kröfu ríkisstjórnarinnar sem lét krónuna falla. Að gera verkalýðshreyfinguna ábyrga fyrir hagstjórn Seðlabankans er álíka barnalegt og halda því fram að haftalaus króna sé stöðugur gjaldmiðill. Efnahagslegur stöðugleiki krónuhagkerfisins næst aldrei nema komið sé á höftum á útflæðið og lífeyrissjóðirnir gerðir upp og peningunum skilað til réttra eigenda.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.10.2018 kl. 07:50
Allir gjaldmiðlar eru háðir því efnahagsumhverfi sem þeir byggja á og þeir sveiflast með því. Krónan þar á meðal. Það sækist enginn eftir snöggum, stórum sveiflum, hvorki upp eða niður. Ekkert frekar útflutningsgreinar en aðrar atvinnugreinar.
Kröfugerð verkalýðsfélaganna grundvallast á sandi. Hin opinbera meginforsenda er að einhverjir ríkisstarfsmenn hafi hækkað langt umfram aðra í launum. En það eru ósannindi eins og margoft hefur verið sýnt fram á - það eru bara ákvarðanir Kjararáðs sem komu með löngu millibili í stórum stökkum. Þetta vita forkólfar verkalýðsfélaganna, en kjósa að horfa framhjá því, væntanlega vegna þess að hinir nýju verkalýðsrekendur hafa komist til áhrifa með því að lofa gulli og grænum skógum. Þessi kröfugerð byggir því á blekkingum og lygum, ásamt góðri skvettu af gamaldags heimsku.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2018 kl. 09:54
Hvað verkalýðsfélögin varðar, þá virðist hægri höndin ekki vita hvað sú vinstri er að gera. Nefnt hefur verið að fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna heimti verulegar gjaldeyrisyfirfærslur þessa dagana - sem fellir auðvitað gengið og hag launþeganna sem greiða til sjóðanna.
Kolbrún Hilmars, 19.10.2018 kl. 11:34
Við hverju er að búast þegar Gunnar Smári Egilsson nýkommi og fyrrum liðsmaður Jóns ásgeirs er orðinn innstgi koppur í búri í Eflingu og hægri hönd Sólveigar Önnu dóttur trúa Stalínistans Jóns Múla og tekinn við að moka úr sjóðum félagsins til konu sinnar Lóu. halda menn að hann sé friðflytjandi?
Halldór Jónsson, 19.10.2018 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.