Verkó lækkar krónuna, skerðir kjör almennings

Herskár sósíalismi verkalýðshreyfingarinnar grefur undan lífskjörum almennings. Krónan hefur lækkað um tíu prósent í haust vegna ótta við yfirvofandi verkfallsaðgerðir. Sigurður Már Jónsson blaðamaður rekur samhengið í yfirlitspistli.

Lækkun krónunnar er í lóðbeinu framhaldi af herskáum tón sósíalíska hluta verkalýðshreyfingarinnar. Löngu áður en kjarasamningar hefjast hækkar verkalýðshreyfingin verð á nauðsynjum, gerir ferðir almennings til útlanda dýrari - allt vegna gengislækkunar.

Sósíalistar komust til valda í Eflingu og VR í skjóli félagslegs doða, innan við tíu prósent af félagsmönnum tók þátt í stjórnarkjöri.

Verkó-gengisfallið er sjálfskaparvíti sósíalískrar verkalýðshreyfingar sem þykist bera almannahagsmuni fyrir brjósti en er í reynd klíkuveldi sem hugsar mest um eigin hag. Eins og sést á sjálftökunni í Eflingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband