Vinstrisukkið og fylgið

Bragga-málið og framúrkeyrsla Félagsbústaða eru dæmi um óstjórn vinstrimeirihlutans í Reykjavík. Enginn ber ábyrgð og allt er í þessu fína, segir meirihlutinn. Kjósendur eru á öðru máli og snúa baki við stærsta vinstriflokknum, Samfylkingunni.

Verkefni annarra vinstriflokka er að firra sig ábyrgð á stjórnsýslunni og benda á Samfylkinguna sem sökudólginn.

Samfylkingin mun aftur freista þess að deila ábyrgðinni undir þeim formerkjum að sælt sé sameiginlegt skipbrot.

 


mbl.is Samfylkingin missir fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mezrkilegt hvað Líf Magneudóttir sleppur vel. Hennar nafn kemur aldrei upp þegar rætt er um sukkið þrátt fyrir að hafa verið í þeim meirihluta sem tók allar þessar ákvarðanir. 

Ragnhildur Kolka, 16.10.2018 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband