Mánudagur, 15. október 2018
Hún var ófríð, glímdi við huglæga áreitni
,,Hún var ófríð," er upphaf pistils Guðmundar Brynjólfssonar um ímyndaðan félaga Vinstri grænna.
Sú vinstri græna er súr út í lífið en fær hjálp frá flokksystkinum. Þau gera að tillögu sinni að ímyndunin sé hlutlægum veruleika æðri,
upplifun þess sem verður fyrir áreitninni eða ofbeldinu er í stefnunni talin mælikvarði á alvarleika ofbeldisins.
Þegar ímyndun er formlega gert hærra undir höfði en veröld skilningarvitanna er borðið dekkað fyrir þá vansælu að þykjast á stöðugum flótta undan riddurum á hvítum hestum sem kunna sér ekki hóf í ásælni eftir fríðum vinstri grænum.
Tekið á kynferðisofbeldi innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ma ekki kalla það kynbundið ofbeldi þegar Hildadóttir afgreiðir föður sinn út úr þjóðskrá?
Ragnhildur Kolka, 16.10.2018 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.