Samfylking eftir Viðreisn og Vinstri grænum

Til skamms tíma var Samfylkingin, áður Alþýðuflokkur,  eini kostur Sjálfstæðisflokksins ef þær aðstöður sköpuðust að móðurflokkurinn þyrfti að vinna til vinstri. Ekki lengur. Vinstri grænir sýna sig vel stjórntæka og hafa burði til að leiða ríkisstjórn, samanber þá sitjandi.

Sjálfstæðisflokkurinn vann í síðustu stjórn, sem var raunar skammlíf, með Viðreisn og Bjartri framtíð. Samfylking var víðs fjarri.

Flokkurinn sem átti að vera ,,hinn turninn" í íslenskum stjórnmálum er álfur út úr hól, bæði landlaus og vegalaus.

Bæði er Samfylking aftarlega í röðinni að vinna með móðurflokknum og of veikburða félagslega og pólitískt til að geta veitt forystu. 


mbl.is Samfylkingarfólk fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er nú svo að Samfylking Loga stendur lengra til vinstri en nokkur flokkur hérlendis fyrir 1960. Enda heilsar formaðurinn með krepptum hnefa Stalíns á mannamótum.

Spurningin er hvað flokkur utan Pírata getur starfað með Loga og Völu?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 14.10.2018 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband