Sekur uns sakleysi sannað

Almenna reglan í réttarríkinu er að sekt skuli sönnuð. Án sönnunar verði enginn dæmdur. Á tímum múgæsingar á samfélagsmiðlum er meginreglunni iðulega snúið upp í andstæðu sína: menn eiga að sanna sakleysi sitt.

Fyrir utan þá augljósu staðreynd að sönnun á sakleysi er oft ómöguleg veldur miðlamúgæsingin því að málsvörn sakbornings drukknar í stöðugu flæði ásakana sem hafa ekkert með upphaflega ákæru að gera.

Sakborningur á sér fáar bjargir. Hann er úthrópaður, úthýstur og útilokaður frá réttlátri málsmeðferð. Dómsmorð er fullframið áður en sannleikurinn kemst á stjá.


mbl.is Segir þetta „erfiða“ tíma fyrir unga menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband