Yfirþjóðlegt vald í nafni loftslags

Yfirþjóðlegar stofnanir eins og Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hanga eins og hundur á roði á hræðslufræðum um að maðurinn hafi áhrif á loftslag jarðarinnar. Þau fræði eru nær hjátrú en vísindum. 

Yfirþjóðlegar stofnanir sækja sér vald yfir þjóðríkjum og réttlæta það með vísun í það að einstökum þjóðum sé um megn að breyta loftslaginu. En, óvart, þá geta engar mennskar stofnanir gert stórar breytingar á loftslagi - hvorki til hins betra né verra.

Þjóðríkin, eins og leiðari Guardian segir, nenna ekki að elta loftslagsvitleysuna þótt þau skrifi upp á samninga þess efnis.

Bandaríkin hættu aðild að Parísarsamkomulaginu um lofthita á jörðinni í framtíðinni. Vinstri grænir á Íslandi hlaupa í skarðið og bjarga jarðlífinu með skattaálögum á íslenskan almenning. Miklir menn erum við, Hrólfur minn. 


mbl.is Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Islenskir útrásarbarónar töldu almenningi trú um að þeir væru slíkir fjármálasnillingar að þeir gætu kennt þessum grámygluðu gömlu körlum í útlöndum hvernig reka ætti banka. Nú ætla loftslagsljónin að fara að kenna heiminum hvernig á að tukta náttúruna til. Í báðum tilvikum er tilgangurinn að ryksuga vasa skattgreiðenda. 

Manni er spurn: er eitthvað í vatninu sem kallar framm þessa vitfirringu? 

Ragnhildur Kolka, 3.10.2018 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband