Trump-hagfræðin hækkar laun lágtekjuhópa

Lágtekjufólk í Bandaríkjunum sér fram á betri tíð með blóm í haga á meðan Trump er forseti. Láglaunafyrirtæki eins og Amazon hækka launin enda eykst samkeppnin um starfsmenn þegar atvinnuleysi minnkar.

Trump-hagfræðin gengur út á að flytja framleiðslustörf heim til Bandaríkjanna, frá láglaunasvæðum í þriðja heiminum. Hann segir upp óhagstæðum tollasamningum og gerir nýja, leggur á tolla á kínverskar og evrópskar vörur og bætir hag þess fólks sem kaus hann í Hvíta húsið.

Trump-hagfræðin virkar fyrir Bandaríkjamenn á lágum launum.


mbl.is Trump fagnar „frábærum samningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump-athafnasamasti Forseti Bandaríkjanna í langan aldur. . Enda edrú alla daga sem aldrei hefur drukki einu sinni einn bjór!

Halldór Jónsson, 2.10.2018 kl. 14:26

2 Smámynd: Jón Bjarni

Nema hvað vextir eru að hækka auk þess sem það kostar meira að kaupa vörur eftir alla þessa tolla - svo verðlag hækkar.. 

Jón Bjarni, 2.10.2018 kl. 20:18

3 Smámynd: Jón Bjarni

Triljón dollara fjárlagahalli næstu 3 árin mun ekki hjálpa til heldur. Trump er að fá hagvöxt að láni og þynnkan verður ekki góð

Jón Bjarni, 2.10.2018 kl. 20:19

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við skulum þá selja þeim fisk á meðan endist.  Þeir voru hér um helgina eitthvað að makka um það.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.10.2018 kl. 20:37

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að fjölga störfum í héraði, og hækka þannig laun, með því að hækka tolla, er eins og að pissa í skóinn sinn til að verma sig, því tollarnir leiða til þess að vöruverð hækkar og launahækkunin kemur fyrir lítið. Fyrir nú utan það að tollastríðið veldur því að erfiðara verður að selja bandarískar vörur til útlanda.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.10.2018 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband