Þrír bankar 2008, þrjú flugfélög 2018

Fyrst féll Glitnir, þá Landsbankinn og loks Kaupþing. Haustið 2008 aflitaði íslenska bankakerfið á fáeinum dögum. Vikur og mánuði áður kepptust bankamenn að mála reksturinn skærum litum. Með dyggri aðstoð fjölmiðla sögðust þeir fullfjármagnaðir til margra ára.

Tíu árum síðar fellur flugfélagið Primera hvers forstjóri og aðaleigandi er nýbúinn að tilkynna stórsókn í háloftunum, fullfjármagnaða, auðvitað. Forstjóri og aðaleigandi WOW segir nýverið að félagið fái peningasekki frá útlöndum, eins og Kaupþing fékk frá Al-Thani forðum daga. Milljarða skuld við Isavia er ónefnt aukaatriði. Vonandi tilkynnir Icelandair ekki um fullfjármögnun næstu daga.

Flugfélögin lifa á lánum frá viðskiptavinum sínum. Væntanlegir farþegar staðgreiða farseðla með löngum fyrirvara. Ókeypis lán kalla á aukna áhættu.

Fólk lætur ekki plata sig tvisvar á tíu árum af bandalagi kokhraustra auðmanna og auðtrúa fjölmiðla. Almenningur kippir að sér höndum í farmiðakaupum, útlendingar verða varir um sig, og lánveitendur krefjast aukinna trygginga.

Leiðrétting á flugrekstri er löngu tímabær. Þeir sem selja fargjöld undir kostnaðarverði, og taka lán hjá almenningi til að fjármagna taprekstur, leika sér að eldinum. Heimurinn refsar heimskum rekstri. Haustið aflitar hratt á tíu ára fresti.


mbl.is Yfirlýsingagleði þrátt fyrir vandræðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Farþegi sem greittt hefur farseðil með greiðslukorti og fær ekki þjónustuna sem henn hefur borgað fyrir fær væntanlega endurgreitt. Og væntanlega baktryggja kortafyrirtækin sig með því að að halda eftir greiðslum þar til ferð hefur vari farin ef þau telja ástæðu til.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 2.10.2018 kl. 12:21

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er ekki svona einfalt Einar. Kortafyrirtækin geta ekki fylgst með því hvenær sá sem greiðir með korti á flug með viðkomandi flugfélagi. Þar að auki greiða kortafyrirtækin hraðar út en þau gerðu hér eitt sinn.

Margir kaupa far með flugfélagi einu eða tveim mánuðum áður en flogið er og er því búið að greiða kortaskuldina áður en að flugi kemur.

Þannig að það er rétt sem Páll segir að flugfélögin eru að nota sér vaxtalaust lánsfé í reksturinn.

En af hverju er verið að selja flugfargjöld undir kostnaðarverði??? það er nokkuð sem ég skil ekki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.10.2018 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband