Mánudagur, 1. október 2018
Primera gjaldþrota, WOW hættir flugi
Tvö högg á íslenskan flugrekstur sama síðdegið. Primera er sagt gjaldþrota og WOW hættir flugi til þriggja borga.
Flugrekstur er á vonarvöl víða um heim. Hærra eldsneytisverð og hækkandi vextir snúa áður sjálfbærum rekstri í tap.
Það er ekki tilviljun að hlutabréf í Icealndair eru í frjálsu falli.
WOW hættir flugi til þriggja áfangastaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Forstjórar beggja flugfélaganna hafa farið mikinn undanfarið. Belgt sig út og dásamað eigin rekstur og ágæti. Annar er fallinn og ekki nokkur einasta spurning að sá seinni er að minnsta kosti hálfnaður niður brekkuna til þrots.
Loftbólukarlar sem fjölmiðlar keppast við að mæra. Þó bæði þessi flugfélög, ef flugfélög er hægt að kalla, eigandi enga flugvél, fari á hvínandi hausinn, þarf ekki að óttast samgönguleysi mörlandans, eða þeirra sem hingað vilja koma eða fara. Það eru nógir um hituna, en verð munu eflaust stíga til einhvers vits í þessum bransa. Að selja flugsæti til Kína eða "where ever" á fimm þúsund kall, hlýtur hverjum hugsandi manni að vera ljóst að er ekki vænlegt til arðbærrar afkomu. Meðvirkni fjölmiðla og þeir bjálfar sem þar starfa hjálpa síðan ekki upp á ruglið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.10.2018 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.