Ameríka snýr baki við Evrópu og alþjóðahyggju

Trump er einkennið fremur en sjúkdómurinn, segir sagnfræðingurinn og dálkahöfundur Guardian, Timothy Garton Ash, Bandaríkin eru áhugalaus um Evrópu, telja sig ekkert eiga þangað að sækja.

Vestræn frjálslynd alþjóðahyggja sameinaði Bandaríkin og Vestur-Evrópu, ESB sem sagt, síðustu áratugi. Sameiginlegt verkefni var að móta heiminn eftir vestrænni frjálslyndri forskrift. Evrópusambandið fór í það verkefni um aldamótin í Austur-Evrópu. Verkefnið endaði í borgarastyrjöld í Úkraínu. Á sama tíma reyndu Bandaríkin fyrir sér í miðausturlöndum: Írak, Líbýa og Sýrland eru bautasteinar - og mörg hundruð þúsund lík.

Bandaríkin eru búin að fá nóg af útflutningi af frjálslyndri alþjóðahyggju, herkostnaðurinn er einfaldlega of mikill og árangurinn of lítill, segir John J. Mearsheimer í nýrri bók.

Mearsheimer er fulltrúi raunsærra alþjóðastjórnmála þar sem fullveldi þjóðríkja er viðurkennt og vari tekinn á banvænum leik frjálslyndra alþjóðasinna er vilja steypa þjóðum í eitt mót en leiða ómældra hörmunga. Eins og sést í Úkraínu og miðausturlöndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband