Föstudagur, 28. september 2018
Vinstrimenn játast Trump
Trump fer með rétt mál þegar hann heldur fram þjóðríkinu gegn alþjóðahyggjunni, segir ritstjóri vinstriútgáfunnar Guardian. Dálkahöfundur sömu útgáfu segir forystu breska Verkamannaflokksins jafn gagnrýna á alþjóðahyggjuna og stuðningsfólk Trump.
Forysta Verkamannaflokksins lítur á Evrópusambandið sem hluta af alþjóðlegum kapítalisma þar sem Nató og Alþjóðabankinn eru ráðandi öfl.
Frjálslyndir vinstrimenn og kapítalískir hægrimenn eru bakhjarlar alþjóðahyggjunnar. Það bakland er að hruni komið eftir atsókn Trump og róttækra vinstrimanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.