Mánudagur, 24. september 2018
Trump og alþjóðahyggjan
Trump tekur kínversk störf og flytur til Bandaríkjanna. Aðferðin er að setja tolla á kínverskar vörur. Þær verða dýrari á bandarískum mörkuðum. Framleiðslan, til að hún sé samkeppnishæf, verður flutt til Bandaríkjanna.
Aðferðin sem Trump notar gagnvart Kína er sú sama og hann beitti með árangri gegn ESB.
Hagfræðin á bakvið tollana er þekkt frá snemma á nýöld, kölluð kaupauðgisstefna eða merkantílismi á útlensku. Hún gengur þvert á ráðandi viðhorf alþjóðahyggju síðustu áratuga um frjálsan og óheftan flutning vöru, þjónustu og vinnuafls.
Hækka tolla á kínverskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Framleiðslan, til að hún sé samkeppnishæf, verður flutt til Bandaríkjanna."
Rangt: Kínverskir íhlutir verða dýrari sem nemur tollinum sem þýðir að afurðinn verður dýrari og ekki eins samkeppnishæf og hún var. Þar að auki setja Kínverjar á sambærilega tolla. Kínverjar kaupa um 25% af framleiðslu Boeing. Því er trúlegt að Kínverjar hætti að kaupa flugvélar frá Bandaríkjunum ef settur verður á tollur á Kúnverskar vörur. Líklega eru forráðamenn Airbus nú að undirbúa hátíðarhöld.
Jónas Kr, 24.9.2018 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.