Föstudagur, 21. september 2018
Rod Stewart kemur Halldóri til bjargar
Halldór Jónsson bloggari fékk á sig ágjöf fyrir að lýsa vandræðum ungra karla að halda aftur af sér í samskiptum við sterkara kynið. Poppgoðið Rod Stewart kemur Halldóri til bjargar og tónar sömu hugsun.
,,Ég átti aldrei á mínum yngri árum vinkonu án þess að vilja sofa hjá henni," segir skoska sjarmatröllið komið á áttræðisaldur.
Frumreynslan er erfiðust söng Roddinn fyrir margt löngu. Gildir enn.
Athugasemdir
Halldór á í höggi við kynslóð sem heldur að heimurinn hafi orðið til þegar hún fæddist. Best gæti ég trúað að hún verði líka fyrsta kynslóðin sem deyr úr leiðindum eftir að hafa gert útaf við allt sem heitir grín og gamansemi.
Ragnhildur Kolka, 21.9.2018 kl. 16:37
Fljótt hjá þér að grafa upp - The First Cut is the Deepest.
Ragnhildur Kolka, 21.9.2018 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.