Fimmtudagur, 20. september 2018
Samfylkingin úr Nató
Samfylkingin og þar áður Alþýðuflokkur studdu aðild Íslands að Nató. Logi Einarson formaður Samfylkingar setur fyrirvara við stuðning flokksins með því að þiggja ekki boð um að fylgjast með heræfingu Nató.
Á táknmáli stjórnmálanna þýðir fjarvera Loga að hann telji sóknarfæri fyrir flokkinn til vinstri. Aðalandstæðingur aðildar Íslands að Nató var Alþýðubandalagið, sem nú heitir Vinstri grænir. Í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum styðja Vinstri grænir aðild að Nató.
Logi og Samfylkingin hugsa dæmið þannig að sókn til vinstri skil flokknum auknu fylgi. Kannski að Logi skreppi til Venúsela að kíkja á sósíalisma í framkvæmd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.