Lekinn, Einar Þór og Fréttablaðið

Ein­ar Þór Sverr­is­son tengist bæði Vinnslustöðinni og Fréttablaðinu nánum böndum, sem stjórnarmaður og lögmaður. Guðmundur Kristjánsson, sem á í útistöðum við Vinnslustöðina, geri því skóna að Einar Þór kynni að hafa lekið upplýsingum, sem hann hafði sem lögmaður Vinnslustöðvarinnar, til Fréttablaðsins - sem notaði meintan leka til að gera Guðmund tortryggilegan.

Í svari Einars Þórs, sem er ítarlegt, neitar hann ekki að hafa lekið upplýsingum. Lykilefnisgrein Einars Þórs er eftirfarandi:

Ég sem formaður stjórn­ar út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðsins skrifa ekki frétt­ir Frétta­blaðsins, ákveð ekki efnis­tök, eða veit yf­ir­höfuð hvað birt­ist í blaði morg­undags­ins. Þannig er það, hef­ur verið og mun verða. Störf mín fyr­ir Vinnslu­stöðina í Vest­manna­eyj­um og út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðsins tengj­ast ekki á nokk­urn hátt.

 

Guðmundur sagði ekki að Einar Þór skrifaði Fréttablaðið, heldur að Fréttablaðið gæti hafa fengið upplýsingar frá lögmanninum. Síðasta setningin í tilvitnaðri efnisgrein er augljóslega ósönn. Einar Þór lögmaður Vinnslustöðvarinnar og Einar Þór stjórnarformaður Fréttablaðsins eru einn og sami maðurinn. Það heitir tenging á mæltu máli.

Spurningin er: lak Einar Þór upplýsingum til Fréttablaðsins. Það er lögmæt spurning.


mbl.is Stjórnarformaður 365 svarar Guðmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband