Miðvikudagur, 19. september 2018
Lekinn, Einar Þór og Fréttablaðið
Einar Þór Sverrisson tengist bæði Vinnslustöðinni og Fréttablaðinu nánum böndum, sem stjórnarmaður og lögmaður. Guðmundur Kristjánsson, sem á í útistöðum við Vinnslustöðina, geri því skóna að Einar Þór kynni að hafa lekið upplýsingum, sem hann hafði sem lögmaður Vinnslustöðvarinnar, til Fréttablaðsins - sem notaði meintan leka til að gera Guðmund tortryggilegan.
Í svari Einars Þórs, sem er ítarlegt, neitar hann ekki að hafa lekið upplýsingum. Lykilefnisgrein Einars Þórs er eftirfarandi:
Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.
Guðmundur sagði ekki að Einar Þór skrifaði Fréttablaðið, heldur að Fréttablaðið gæti hafa fengið upplýsingar frá lögmanninum. Síðasta setningin í tilvitnaðri efnisgrein er augljóslega ósönn. Einar Þór lögmaður Vinnslustöðvarinnar og Einar Þór stjórnarformaður Fréttablaðsins eru einn og sami maðurinn. Það heitir tenging á mæltu máli.
Spurningin er: lak Einar Þór upplýsingum til Fréttablaðsins. Það er lögmæt spurning.
Stjórnarformaður 365 svarar Guðmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.