Kostnaðarvitund góða fólksins

Góða fólkið er með böggum hildar yfir framúrkeyrslu vegna fullveldishátíðar á Þingvöllum í sumar. Sérstaklega fer fyrir brjóstið að lýsing vegna sjónvarpsútsendingar kostaði 20 milljónir króna.

Nú eru 20 milljónir nokkur peningur. Fyrir þá fjármuni mætti t.d. kaupa hálfa litla íbúð í vesturbænum, eða kannski þriðjung.

Viðtaka fólks sem kemur til landsins í óleyfi kostar aftur 5 til 6 milljarða á ári. Góða fólkið kemur ekki með dæmi um hvernig mætti nota brot af þeirri fjárhæð til að hýsa heimilislausa Íslendinga.

Kostnaðarvitund mæld í fáeinum milljónum er sterkari hjá góða fólkinu en kostnaður upp á milljarða. Kannski ætti góða fólkið ekki að vera með í ráðum þegar kostnaður er veginn og mældur. En góða fólkið kann að stjórna, svo mikið er víst, sjáið bara ráðhúsið og orkufyrirtæki borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta bruðl verður ekkert skárra þótt þú bendir á eitthvað annað. Þetta er fáránlegt og allir með bærilegt veruleikaskyn gera sér grein fyrir því.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2018 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Amen.

Jón Þórhallsson, 18.9.2018 kl. 14:09

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er allt sóun, bæði hér og þar.  Það er bara samræmi í sóuninni fyrir vikið.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.9.2018 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband