Þriðjudagur, 18. september 2018
Kostnaðarvitund góða fólksins
Góða fólkið er með böggum hildar yfir framúrkeyrslu vegna fullveldishátíðar á Þingvöllum í sumar. Sérstaklega fer fyrir brjóstið að lýsing vegna sjónvarpsútsendingar kostaði 20 milljónir króna.
Nú eru 20 milljónir nokkur peningur. Fyrir þá fjármuni mætti t.d. kaupa hálfa litla íbúð í vesturbænum, eða kannski þriðjung.
Viðtaka fólks sem kemur til landsins í óleyfi kostar aftur 5 til 6 milljarða á ári. Góða fólkið kemur ekki með dæmi um hvernig mætti nota brot af þeirri fjárhæð til að hýsa heimilislausa Íslendinga.
Kostnaðarvitund mæld í fáeinum milljónum er sterkari hjá góða fólkinu en kostnaður upp á milljarða. Kannski ætti góða fólkið ekki að vera með í ráðum þegar kostnaður er veginn og mældur. En góða fólkið kann að stjórna, svo mikið er víst, sjáið bara ráðhúsið og orkufyrirtæki borgarinnar.
Athugasemdir
Þetta bruðl verður ekkert skárra þótt þú bendir á eitthvað annað. Þetta er fáránlegt og allir með bærilegt veruleikaskyn gera sér grein fyrir því.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2018 kl. 13:52
Amen.
Jón Þórhallsson, 18.9.2018 kl. 14:09
Þetta er allt sóun, bæði hér og þar. Það er bara samræmi í sóuninni fyrir vikið.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.9.2018 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.