Skúli selur aðgang að ríkisstyrkjum

WOW tapar 3,4 milljörðum króna í ár. Það skuldar lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli upp á einn til tvo milljarða króna og gengur illa að fá 4 til 6 milljarða króna lán á alþjóðlegum mörkuðum til að halda félaginu í rekstri.

Samt ætlar eigandi WOW, Skúli Mogensen, að selja hlutafé fyrir 22-23 milljarða króna eftir eitt og hálft ár.

Skúli treystir Kötu Jakobs., Bjarna Ben. og Sigurði Inga til að opna ríkissjóð svo hann geti orðið margfaldur milljarðamæringur á því að selja ósjálfbæran taprekstur.

Skúli er snjall markaðsmaður.


mbl.is WOW á markað innan 18 mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur Vow air fengið einhverja ríkisstyrki í einhverjum öðrum heimi en hugarheimi þínum Páll?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2018 kl. 10:23

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, Þorsteinn, Isavia, sem er ríkisfyrirtæki, innheimtir ekki vanskilagjöld WOW. Það er ein útgáfa af ríkisstyrk.

Páll Vilhjálmsson, 18.9.2018 kl. 12:13

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvaða hagsmuni hafa þeir sem fjármagna þessi soraskrif þín, Páll af því að Wow Air fari í þrot?  Það hefur verið vakin athygli á að leigupennar hafi verið gerðir út til að hafa áhrif á björgunaraðgerðir Skúla Mogensen og skrifin þín staðfesta að það er rétt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.9.2018 kl. 12:50

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur nákvæmlega ekkert komið fram um að Isavia innheimti ekki lendingargjöld af WOW air. Ef þú átt við dráttarvexti þegar þú talar um "vanskilagjöld" þá hefur þú auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þér varðandi það.

En það kann að vera að félagið skuldi einhver lendingargjöld. Ég spyr þá, ef viðskiptavinur fyrirtækis þarf að fresta greiðslu reikninga tímabundið, er það þá styrkur við viðskiptavininn að fallast á greiðslufrest í stað þess að setja hann á hausinn? Allir með vit í kollinum gera sér grein fyrir að svo er ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2018 kl. 13:55

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sælir Jóhannes og Þorsteinn,

ég fæ ekki borgað fyrir skrif mín, hvorki þessi né önnur.

WOW er í vanskilum gagnvart Isavia. Vanskilin nema 1-2 milljörðum króna. Á þessum vettvangi er talað gegn því að WOW fái ríkisstyrk. Það er illa farið með opinbert fé að skattborgarar taki á sig taprekstur einkafyrirtækis. Einnig veit það á siðleysi í viðskiptum, gróðinn einkavæddur en tapið þjóðnýtt.

WOW er ekki þannig fyrirtæki að ríkið eigi að hlaupa undir bagga. Þegar sex ára samfellt góðæri nægir ekki til að WOW standi í skilum er borin von að fyrirtækið eigi sér rekstrarframtíð þegar harðnar á dalnum; hærri vextir, færri farþegar og dýrara eldsneyti.

Páll Vilhjálmsson, 18.9.2018 kl. 14:10

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú veist raunar ekkert um þessi vanskil. Og tímabundin vanskil eru ekki ríkisstyrkur. Er svona voðalega erfitt að skilja það?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2018 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband