Mánudagur, 17. september 2018
Bjarni, 1980 þurfti að tryggja flugsamgöngur, ekki núna
Á sínum tíma var Flugleiðum bjargað, og raunar fyrirtækið búið til úr Flugfélagi Íslands og Loftleiðum, til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu.
Ef WOW hyrfi af sjónarsviðinu yrði það högg fyrir ferðaþjónustuna en flugsamgöngum við Ísland er borgið, einfaldlega vegna þess að mörg flugfélög leggja leið sína hingað.
Ef það er rétt að stjórnvöld íhuga stórfelld ríkisafskipti af flugrekstri með því að halda þrotafélagi á lofti til að vernda ferðaþjónustuna ættu þau að hugsa sig um tvisvar.
Það þjónar aðeins skammtímahagsmunum að niðurgreiða flug til Íslands. Til lengri tíma litið boða slíkar ráðstafanir stórfellt tap, bæði efnahagslega og í siðlausum viðskiptum þar sem einkafyrirtæki hirða gróðann en velta tapinu yfir á skattborgara.
Bjarni blandar sér í umræðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála.
Flugfélög sem eiga engar flugvélar hafa aldrei enst lengi.
WOW fer líka þá leið.
Birgir Örn Guðjónsson, 17.9.2018 kl. 12:57
Auðvitað á ríkið ekki að halda flugfélögum á floti. En hér er ekki um það að ræða heldur spurninguna um greiðslufrest á lendingargjöldum (svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvað er satt og hvað logið í fréttum þar að lútandi.
Vegna athugasemdar um eignarhald á flugvélum: Það kemur málinu í sjálfu sér ekki við hvort flugfélag á flugvélarnar eða hefur þær á leigu. Það er enginn munur á flugfélagi sem á flugvélar fyrir 20 milljarða og skuldar 20 milljarða í banka eða því sem leigir flugvélar að andvirði 20 milljarða og skuldar ekkert í banka. Kemur út á eitt. Það sem skiptir hins vegar máli er hvort félagið eigi eitthvert fjármagn svo það geti mætt áföllum í rekstri sínum. Þar er WOW á frekar hálum ís og vonandi að þeim takist að bjarga því við sem fyrst.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2018 kl. 14:36
Jú, vonandi tekst WOW að bjarga sínum málum á réttum forsendum, án ríkisstuðnings.
Páll Vilhjálmsson, 17.9.2018 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.