Oflækningar boðnar út

Þöggun ríkir um oflækningar enda veigamiklir hagsmunir í húfi - einkum sérfræðilækna. Útboð á heilbrigðisþjónustu í þágu sérfræðilækna hvetur til oflækninga. Sérfræðilæknar ávísa hver á annan enda kallar sérfræðin, eigi hún að standa undir nafni, á fullvissu. Þar á ofan bætast fjárhagslegir hagsmunir þar sem sérfræðilæknar fá greiðslu fyrir hverja heimsókn.

Eina vitræna heilbrigðisþjónusta á vegum ríkisins er að heilsugæslan sé fyrsti áfangastaður fólks með meinsemd. Heimilislæknir vísar til sérfræðings ef þörf þykir. Sérfræðilæknar vilja ekki að heimilislæknar séu fyrsti kostur, það truflar flæði sjúklinga og fjármuna.

Sérfræðilæknar fá pólitískan stuðning fyrir einkaaðgang að opinberu fé vegna þess að einkarekstur þykir fínt orð en ríkisrekstur ekki. 

 


mbl.is Ræði álitamálin ekki í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband