Fimmtudagur, 13. september 2018
Hommar ekki tilræðismenn Skrípal
Ruslan Boshirov og Alexander Petrov komu fram í viðtali eftir ásakanir um að þeir standi á bakvið Skrípal-tilræðið í Bretlandi í vor. Í ítarlegri útgáfu viðtalsins í Telegraph er gefið til kynna að meintir tilræðismenn séu hommar.
Bresk yfirvöld segja mennina útsendara rússneskra yfirvalda; þeir Ruslan og Alexander segjast starfa í fæðubótariðnaði og ferðast oft saman til útlanda að kynna sér tískuna í fæðubótarefnum.
Augljóst er af frásögnum breskra yfirvalda annars vegar og hins vegar rússneskra og félaganna tveggja að stórkostlegur lygavefur er ofinn um Skrípal-tilræðið.
Cui bono?, hver hagnast?, spurðu Rómverjar er óupplýst tilræði var hulið lygum og blekkingum.
Hvort hagnast meira af Skrípal-tilræðinu May forsætisráðherra Breta, sem stendur í Brexit-fárviðri, eða Pútín í Moskvu sem fagnaði heimsmeistaramóti í Rússlandi fáeinum vikum eftir tilræðið?
Til Salisbury að skoða dómkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fann breska leyniþjónustan virkilega enga efnilegri eiturbyrlara en rússneskt hommapar í skoðunarferð?
Kolbrún Hilmars, 13.9.2018 kl. 16:37
Maður á alltaf að spyrja ... cui bono.
Það er til eitthvað sem heitir ástríðuglæpir ... slíkt er ekki um að ræða hér, því er um að ræða að einhver hagnast á dæminu. Fòlk lætur oft blekkjast með ásökunum um "samsæri", sem á að vera eitthvað "fáránlegt". En lítum í kringum okkur, samfélagið sem við búum í og mankynið hefur staðið við að mynda í þúsundir ára ... er byggt á "samsæri" manna á milli.
Örn Einar Hansen, 13.9.2018 kl. 18:15
Hommar eða ekki hommar skiptir ekki megin máli. En sagan þeirra heldur ekki vatni. Það leggur enginn á sig að fljúga frá Rússlandi til London, stoppa þar eina nótt, brenna til Salsbury til að horfa á 123 metra kirkjuturn, taka lestina aftur til London og taka kvöldvélina heim til Rússlands.
Neiii, jafnvel þú Páll hlítur að sjá að Pútin er að ögra Bretum.
Ragnhildur Kolka, 13.9.2018 kl. 19:42
Ragnhildur það sem þú gerir er að búa til sögu sjálf sem þú svo ræðst á og tætir í sundur.
Það er kallaður stámaður.
Þeir stoppuðu ekki eina nótt heldur þrjár.
Þetta er mjög algengur ferðamáti og til dæmis vinsæll hjá Íslendingum.
Það er ekkert óeðlilegt við þetta ferðalag.
Borgþór Jónsson, 13.9.2018 kl. 20:06
Grein í Guardiain, eftir Rússa sem ekki er elskur að Pútín, segir mögulegt að djúpríkið í Moskvu sé að verki, án vitundar forsetans.
https://www.theguardian.com/commentisfree/2018/sep/13/skripals-russia-putin-salisbury-poisoning-suspects-interview
Páll Vilhjálmsson, 13.9.2018 kl. 22:35
Tilræðisklíkan í London, sendi hún mennina frá Moskvu, til að geta notað þá í ævintýrið.
Það er mikið á netinu um að bakstjórnin vilji koma á stríði við Rússland,
eins og Bakstjórnin sendi Lenin með lest fulla af gulli til að steypa landstjórninni
í Rússlandi 1917. Sarinn, keisarinn í Rússlandi henti banksterunum frá Rússlandi eins og Pútin er sagður hafa gert í dag.
Svona til gamans, gæti verið nálægt sannleikanum.
Síðasta blogg:
But, really, the military is on our side. They are the main players fighting against the Cabal. If it was otherwise, Hillary would have won, and we would be on the verge of becoming a communist, globalist country.
14.9.2018 | 08:56
Egilsstaðir, 14.09.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.9.2018 kl. 13:42
Það er nú til önnur skýring á "gulllest" Lenins frá Sviss gegnum Þýskaland, upp til Svíþjóðar og þaðan yfir sundið til Pétursborgar.
Semsagt fjármögnuð af þýska keisaranum til þess að styðja rússnesku byltinguna og fjarlægja óvininn í austri.
Kolbrún Hilmars, 14.9.2018 kl. 19:13
Þó að Keisarinn í austri væri fjarlægður, breytti það engu um óvininn í austri, en það felur banksterann.
Ósvald átti að fela tilganginn, að koma í veg fyrir að Kennedy héldi áfram við að prenta silfurdollarinn, beint frá þjóðinni.
Það er ótækt að einhver færi þjóðarbókhaldið, og segist svo lána tölurnar, að þjóðin skuldi honum tölurnar sem ritaðar eru í bókhalds gerðinni.
Peningar, seðlar.
Egilsstaðir, 14.09.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.9.2018 kl. 23:00
Ég verð að nefna að ég þekki engan sem hefur kynnt sér málefnið, sem trúir því að Ósvald hafi skotið á Kennedy.
slóð
b Þarna virðist sagt að barátta Kennedys við CIA’s “jeep ztate hafi leitt til þess, að lífverðir Kennedys hafi yfirgefið hann, og - síðan var hann tekinn af lífi. - were called from the limousine allowing assassins to blow his head minutes later.
7.8.2018 | 00:11
Jónas Gunnlaugsson, 14.9.2018 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.