Morgunverður í múslímalandi

Maður var handtekinn í Sádí-Arabíu eftir að myndband með honum og samstarfskonu fór á netið þar sem þau borðuðu saman morgunverð. Já, morgunverð. Lög í múslímaríkinu banna að kona og karl sem ekki eru hjón og ekki blóðskyld neyti saman matar.

Guardian segir frá glæpsamlega athæfinu og sýnir myndbandið af atvikinu.

Sérstaklega fór það fyrir brjóstið á harðlínumúslímum að konan fæða manninn. Það þykir guðlast að kona stingi matarbita upp í mann sem ekki er með umráðarétt yfir konunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Var kveikt á eldavélini. Gekk hún fyrir kolum eða kolaknúnu rafmagni. Áttu þau nokkuð bíl sem mengar. Var konan í umhverfisvænum slopp. Í hverju var maðurinn. Notaði hann plastgaffal eða gaffal úr umhverfisvænu stáli. Hvað sýndi klukkan á veggnum. Var ljósið ennþá kveikt. Notuðu þau endurunna eldhúsrúllu. Var gólfið bónað eða teppalag með gerviteppi. Hvar voru börnin.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 10:18

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Var plastpoki í íbúðinni.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 10:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er fyrst og fremst þetta sem við hér um nýkirkjuslóðir þurfum að vita á undan öllu öðru í þessu máli Páll. 

Var plastpoki í íbúðinni?

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 11:06

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt Gunnar. Við erum á hraðleið inn í sadískt ástand með rétttrúnaðinum.

Ragnhildur Kolka, 11.9.2018 kl. 11:08

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Hvað er að ykkur, þetta eru leiðtogar okkar í mannréttindum á vegum sameinuðu þjóðanna.  Við eigum að leitast eftir að taka upp þeirra gildi, sem hljóta jú að vera rétt.

Steinarr Kr. , 11.9.2018 kl. 11:12

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sé Saudi-Arabía múslimaríki þá er Túnis líklega enn meira múslimaríki. Þar eru 98% landsmanna múslimar en 94% í Saudi-Arabíu.

En í múslimaríkinu Túnis er fólk ekki handtekið fyrir að borða saman morgunmat. Raunar er samfélagið í Túnis bara tiltölulega frjálslynt.

Samt er Túnis múslimaríki. 

Skrýtið!

Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2018 kl. 11:18

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þar sem við sjálf erum búin að klúðra flestum af okkar eigin góðu gömlu gildum sem við vorum svo stolt af og sem byggðu upp Vesturlönd og útilokuðu svona stöðu fyrir okkur, þá er það þetta sem við höldum okkur fast við í dag, Steinarr: Það eina sem heiðnikirkja háskóla okkar verður að vita í þessu máli er þetta:

Var plastpoki í íbúðinni?

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 11:31

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Menn verða sko að hafa það í huga að heiðnikirkjuveldi háskóla okkar er miklu stærra en kirkjuveldi Kaþólsku kirkjunnar var á miðöldum. Miklu stærra og voldugra. Því spyr ég enn og aftur: 

Var plastpoki í íbúðinni?

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 11:52

9 Smámynd: Hörður Þormar

Sádi-Arabar geta vafið stjórnum vestrænna ríkja um fingur sér þrátt fyrir skefjalaus mannréttindabrot. Hvers vegna hefur þetta forstokkaða múslimaríki svona mikil völd og áhrif?

Hvers vegna viljum við vera háðir dyntum arabískra olíufursta? 

Hörður Þormar, 11.9.2018 kl. 12:00

10 Smámynd: Steinarr Kr.

Gunnar, þetta er ekki bara spurning um plastpoka, heldur hvort hann fór í endurvinnslu eða ekki?

Steinarr Kr. , 11.9.2018 kl. 12:23

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessi yfirsjón gæti hæglega farið að kosta mig vinnuna. Takk fyrir áminninguna félagi Steinarr.

Afsakið samfélag. Mér yfirsást. Ég skal sýna meiri samfélagslega ábyrgð í framtíðinni, ef hún þá verður. Það eina sem ég hef mér til afsökunar er hversu djúpt niðursokkinn ég var við lesa hina nýju Alþjóðlegu Byltingaráætlun Sjálfstæðisflokksins. Ég mun leitast við að gera yfirbót með enn meiri samfélagslegri þjónustu.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband