Mánudagur, 10. september 2018
Gamlir díselbílar og loftslagshjátrú
Ef ríkisstjórnin ákveður að úrelda gamla díselbíla mun væntanlegt uppkaupsverð ríkisins hafa bein áhrif á markaðsverð bílanna. Bílar sem annars færu í brotajárn verður haldið gangandi til að leysa út úreldingarfé ríkisins.
Loftlagsstefna ríkisstjórnarinnar er byggð á hindurvitnum. Manngerð loftlagsvá er meira og minna tilbúningur. Gamlingjar úr röðum vísindamanna eru löngu búnir að sýna fram á það. Alvöru vísindamenn á þessu sviði, Roy Spencer og Judith Curry, eru úthrópaðir af pólitískum rétttrúnaði og hjávísindafólki sem fyrir aldamót talaði um hnattræna hlýnun en síðan um loftslagshamfarir - þegar hlýnunin lét á sér standa.
Engu að síður. Ef fórnarkostnaðurinn við að halda saman ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks er gamlir díselbílar og loftslagshjátrú verður svo að vera.
Stefna að bensín- og dísilbílabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég íhuga alvarlega að hver sá sem dregur okkur úr parísarsáttmálanum á mitt atkvæði óskift.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2018 kl. 15:28
Við þessu má bæta að, hvað sem meinta hlýnun varðar, þá eru umhverfismál alþjóðlegt verkefni. Dýrar ráðstafanir á Íslandi eru bara gerðar til að líta vel út - í spegli. Ef umhverfið er það sem mönnum er annt um; þá er málið að ráðstafa til þess fé og eyðaþví hvar sem það kemur mest að gagni. Og væntanlega væri það með þróunaraðstoð til umhverfismála.
Rafbílar eru t.d. sagðir mjög svo mengandi vegna rafhlaðnanna. Hvernig verður þeim eytt?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.9.2018 kl. 16:38
HVAÐ MEÐ ORKUVERIN OG KOLABRENNSLU ÞEIRRA AUK ANNARA EITUREFNA !
EKKI ORÐ UM ÞAÐ ???
ekki orð um að flytja vörur kringum hnöttinn til að auka fjölbreytrni heyldsala- hvað kostar það í útblæstri frá skipum/flugvelum að fara með matvörurur kringum hnöttinn ?? SEM OKKUR VANTAR EKKI !
LOPAPEYSUR ÓNYTAR FRÁ KINA- ÞVÍ ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEGGJA 400 % HAGNAÐ Á ÞÆR !
HUGSIÐ ÚT FYRIR 101
Erla Magna Alexandersdóttir, 10.9.2018 kl. 21:01
Einar, vandamálið með rafmagnsbíla er nú meir en bara að losa sig við "REM" sem er í bílunum. Heldur er vandamálið, að sólfangarar og vindfangarar nægja engan vegin til.
Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn eiga eftir að sjá eftir og það illilega, þegar fram í sækir. Nokkuð sem stafar af "fiskaminni" fólks ... sem ekki man lengur eftir forsthörkunum og halda að Ísland muni ávalt verða hlýtt og gott.
Mikill miskilningur ... og banvænn. Því þessi miskilningur á eftir að kosta miljarða mannslífa.
Örn Einar Hansen, 10.9.2018 kl. 21:05
Indland og Kína, auk allra þróunarlandanna sem mörg hver eru mjög fjölmenn, munu sitja eftir, enda engir innviðir fyrir hendi til að framkvæma þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2018 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.