Mánudagur, 10. september 2018
Falsfréttir - sannfréttir
Hættum að nota orðið falsfréttir, ráðleggur forseti Evrópusambands blaðamanna. Rökin eru þau að orðið merki ekki lengur vísvitandi lygi heldur ýkjur eða valkvætt sjónarhorn, samanber valkvæðar staðreyndir.
Andheiti falsfrétta er sannfréttir, þ.e. sannar fréttir. Vandinn er þessi: um leið og fréttir segja eitthvað meira en áþreifanlegar og mælanlegar staðreyndir, t.d. tölfræði kosningaúrslita, færast þær frá heimi sannfrétta yfir til veruleika falsfrétta.
Í gær voru kosningar í Svíþjóð. Helsta fréttin var árangur Svíþjóðardemókrata. Nú liggur fyrir að sá flokkur fékk tiltekna prósentu - sönn frétt. En um leið og fréttir reyna að útskýra hvort fylgið sé mikið eða lítið verður fréttin huglæg, spurning um sjónarhorn og viðmið.
Mörkin á milli falsfrétta og sannfrétta eru hárfín.
Meiri þörf á góðri blaðamennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.