Trump sigrar óþekkta embættismanninn

Trump er á móti kerfinu sem svelti bandarískan almenning. Störf milli- og lágtekjufólks voru undir Obama, Bush og Clinton flutt frá Bandaríkjunum til Mexíkó og Kína. Störfin sem voru eftir gáfu svo lítið í aðra hönd að launþegar í fullri vinnu þurftu félagslega aðstoð að láta enda ná saman.

Óþekkti embættismaðurinn skrifar nafnlausa grein í New York Times að Trump sé siðblindur og óstabíll sem steypa verði af stóli. Óþekkti embættismaðurinn er Kerfið með stóru ká-i.

Andstæðingar Trump hafa gert hann að grískri hetju margra lasta en stórra afreka. Trump er Akkilles í Hómerskviðu en óþekkti embættismaðurinn Agamemnon; freki hundurinn með hérahjartað - sum sé huglaus.

Leikritið með nafnlausa embættismanninn í aðalhlutverki fellur fullkomlega að hetjuímynd Trump. Ef ekki ætti í hlut svarinn óvinur Trump, þ.e. New York Times, háborg frjálslynda stjórnmálakerfisins, mætti ætla að handritið væri skrifað í Hvíta húsinu til að sýna baráttu góðs og ills, forsetann á móti Kerfinu. 


mbl.is Pence ekki óþekkti embættismaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ljóðrænn í dag, Páll. Ilíonskviða svarar flestu um mannlega hegðun og svo sannarlega erum við að horfa upp á grískan harmleik spilast þarna út.

Ragnhildur Kolka, 7.9.2018 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband