May: Rússar eru kjánar II

Í gær sagði May forsætisráðherra Bretlands að meintir tilræðismenn í Skrípal-eitruninni hefðu komið undir fölskum nöfnum til Bretlands: Alexander Petrov og Ruslan Boshirov.

May sagði jafnframt að mennirnir tveir ynnu fyrir rússnesku leyniþjónustuna GRU.

Með leyfi að spyrja: hvernig getur May vitað að nöfnin eru fölsk en vinnuveitandinn sannur?

Eru Rússarnir virkilega svo miklir kjánar að hafa fyrir því að útbúa fölsk vegabréf en tilgreina jafnframt að handhafar vegabréfanna starfi í þágu leyniþjónustunnar?

Er ekki líkleg skýring að May hafi fölsuð nöfn meintra tilræðismanna en enga hugmynd um hver gerði þá út af örkinni?


mbl.is May: Starfa fyrir rússneska herinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Sæll Páll

Árásina var á sviðuð tíma að ráðið var um Brexit - núna er mjög stór fund um brexit í Houses of Parliament í þessa víku.

Merry, 6.9.2018 kl. 19:06

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég myndi kalla þessa tvo "knoll och tott", því þeir ganga um og sýna andlitið í allar myndavélar eins og fyrirsætur.

Síðan tengist þetta "Idlib" héraði, en Rússar eru nú að "ganga frá" þeim.

Örn Einar Hansen, 6.9.2018 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband