Læknar vilja ekki samkeppni, heldur pilsfaldakapítalisma

Sumir læknar kalla það tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir fátæka, ef þeir fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu með hverjum sjúklingi sem labbar inn á einkapraxís þeirra.

Þetta er að snúa hlutunum á haus. Læknir með tilskilin réttindi má vitanlega lækna - þó það nú væri - en hvergi nærri er sjálfsagt að ríkið niðurgreiði atvinnu læknanna. Af hverju fara þessir læknar ekki í samkeppni? Sá sem hér ritar fór á ríkisrekna heilsugæslu og borgaði 3100 kr. fyrir sjö mínútur hjá heimilislækni. Hvers vegna býður ekki einkarekinn heimilislæknir viðtalið á 1000 kr.?

Læknar vilja ekki einkarekstur með tilheyrandi samkeppni. Þeir vilja fá ríkispeninga til að stunda sinn atvinnurekstur. Á mannamáli heitir þetta pilsfaldakapítalismi.

Pólitískir stuðningsmenn pilsfaldakapítalisma læknanna grafa undan meginreglunni um að landsmenn skulu allir njóta jafnræðis í heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem fá námið sitt niðurgreitt af ríkinu, hafa heila stjórnmálaflokka á bakvið sig til að krefjast ríkisframlags til einkareksturs.Þetta er kennt við einstaklingsfrelsi og samkeppni en er hreinræktaður sósíalismi andskotans. Fáránlegri getur pólitíkin ekki orðið.


mbl.is Segist ekki brjóta lög með synjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll

Málið snýst um heilbrigða skynsemi. Er hagkvæmt að öll læknisþjónusta fari fram á stórri, nú eða mörgum litlum ríkisstofnunum? Svo má ekki rugla saman ríkisframlögum og hinu að hér á landi eru sjúkratryggingarnar á vegum ríkisins. Ef röksemdafærsla þín er rétt, þá á ríkið sjálft að framkvæma allt þar sem ríkið hefur milligöngu um fjáröflun. Vegagerðin verður aftur "vegagerð" o.s.frv., o.s.frv. 

Einar Sveinn Hálfdánarson, 6.9.2018 kl. 09:47

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningin er hvort að það mætti koma á smá samkeppni t.d. á milli heimilislækna innan veggja ríkisspítalana?

Gefum okkur að við værum með 3 heimilislækna á einhverju sjúkrahúsi á landsbyggðinni; að þá þyrftu þeir að setja upp tíma-taxtann á hurðina hjá sér.

 =Hver gæti boðið lægsta taxtann kr./klst?

Jón Þórhallsson, 6.9.2018 kl. 10:32

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef ég borga alla ævi fyrir heilbrigðisþjónustu til ríkisins ætlast ég til að fá þjónustuna refjalausa. Eins og staðan er í dag er ríkið ekki að standa sig því. Sex mánaða bið eftir augnskoðun er ekki eðlileg þjónusta.

Ragnhildur Kolka, 6.9.2018 kl. 14:11

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Heilbrigðiskerfið myndi væntanlega taka við þér en að þú lentir í alvarlegu bílslysi og einnig þegar að þú færir á elliheimiili án þess að þú þyrftir að fórna þinni aleigu á einu augabragði vegna óvænts kostnaðar.

Starfa augnlæknar ekki mikið sjálfstætt með eigin stofur

og er ekki einhver samkeppni á milli þeirra?

Jón Þórhallsson, 6.9.2018 kl. 15:02

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hugsanlega væri allt í lagi að vera með

einhverskonr smá samkeppni á milli heimilislækna

þó að slík samkeppni ætti ekki við tengt bráðaþjónustu.

Jón Þórhallsson, 6.9.2018 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband