RÚV-Bogi við Katrínu: þú sveikst okkur

Bogi Ágústsson RÚV-ari frá því að sjónvarpið var sent út í svart-hvítu fékk Katrínu Jakobsdóttur í beina útsendingu til að ræða siðferði í stjórnmálum.

Önnur spurning Boga til forsætisráðherra var efnislega þessi: þú sveikst okkur, tókst Vinstri græna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir vilyrði um annað.

Bogi þóttist koma fram fyrir hönd almennings þegar hann þýfgaði Katrínu um sérhagsmuni RÚV.

Merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bogi greyið er náttúrlega illa haldinn í húsi hjá vinstrimönnum Rúvsins, ræður sennilega minna þar en Óðinn Jónsson, sem þó átti að vera búið að tugta til fyrir einhver brek, en sprettur fram fílefldur á hverjum morgni eins og Einherjar í Valhöll !

Á Facebókarsíðunni Fjölmiðlanördar hefur Bogi komið fram með enn grímulausari hætti sem afsakandi árása Fréttastofu Rúv á Trump forseta og sem talsmaður þöggunar, ásamt vinstra-líbó liði eins og Svanborgu Sigmarsdóttur, en fær jafnvel í lið með sér Andrés Magnússon, sem tók þar fullan þátt í þöggunarviðleitni Boga & Co.!

Við hvað er þetta lið svona hrætt? Sannleikann um einhæfni Rúv og árásarstefnu þess gegn Donald Trump, eftir að fréttastofan hafði þó hlíft miklu herskárra liði í Hvíta húsinu: Obama forseta og Hillary Clinton utanríkisráðfrú hans sem bera ábyrgð á því að hafa ýtt undir borgarastyrjöld í Sýrlandi, þar sem hálf milljón manna er fallin, og þar fyrir utan tekið virkastan þátt í loftárásum á Líbýu, sem kyntu undir innanlandsófrið og flóttamannastrauminn mikla þaðan yfir Miðjarðarhafið!

Trump er eins og hvítþveginn engill í samanburði við þessa herskáu demókrata!

Og ekki endar Bogi starfsferil sinn vel, ef hann ætlar að skilja við sjónvarpsáhorfendur sem bandingi vinstri manna.

Jón Valur Jensson, 5.9.2018 kl. 23:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heimspólitíkin er orðin einn svakalegur hræringur og draga fréttamenn dám af því.Það er lífsins ómögulegt að vinna þá vinnu án þess að skynja hvers yfirmenn ætlast til og verður oft hlægilegt að sjá ábúðafulla ásjónu RÚvara setja ofaní hæstvirta fyrir okkar hönd. Hversu lengi halda þeir sem bera ábyrgð á,að þetta gangi svona...   

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2018 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband