RÚV og Trump-geðveikin

RÚV gæti verið bandarískur fjölmiðill sé tekið mið af hvernig fjallað er um Trump. Bandarískum fjölmiðlum til afsökunar má segja að opinbert stríð sé á milli þeirra og forsetans. Trump tístir og fjölmiðlar gala.

RÚV býr ekki við þá afsökun að Hvíta húsið sé valdamiðstöð á Íslandi. Fréttirnar af Trump gefa þó annað til kynna; RÚV er í mun að gjaldfella forsetann.

RÚV bauð til sín geðlækni að ræða andlegt heilsufar Trump. Er líklegt að geðlæknir yrði kallaður til að fjalla um May í Bretlandi, Merkel í Þýskalandi eða Macron í Frakklandi? Nei, líklega ekki.

Óttar Guðmundsson geðlæknir sagði undan og ofan af sérkennum Trump eins og þau blasa við fjölmiðlaneytendum en harðneitaði að lýsa manninn geðveikan. Heldur ekki siðblindan, þótt hann hafi verið um það þýfgaður.

Við þurfum ekki fjölmiðla til að vita að Trump er maður sinnar gerðar. En fjölmiðlar ættu að fara varlega að nota hugtök úr geðlæknisfræði. Við gætum sannfærst um að við búum í geðveikum heimi. Í framhaldi farið að haga okkur skringilega - eins og RÚV þegar fréttaefnið er Trump.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó að trump sé ekki geðveikur að þá útskýrir neðsta myndbandið

í þessari bloggfærslu allt sem skýra þarf:

Human History Movie.

(Síðustu mínúturnar í því myndbandi)

Jón Þórhallsson, 3.9.2018 kl. 14:37

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna kemur myndbandið sem áti að fylgja færslunni hérna fyrir ofan: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1446768/

Jón Þórhallsson, 3.9.2018 kl. 14:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvaða, hvaða... Auðvitað er hárrétt fréttamat að baki því að birta langa frétt um að íslenskur geðlæknir telji að Trump sé ekki klikkaður.

En nú hljóta þessir snillingar að þurfa að birta sambærilegar fréttir um meira og minna alla aðra þjóðarleiðtoga heims. Eða hvað á fólk annars að halda um þá þegar háborg blaðamennsku í veröldinni, Ríkisútvarpið, hefur ekki gefið út slíka staðfestingu þeim til handa?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.9.2018 kl. 21:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Væri ekki fagmannlegra hjá RÚV að kryfja fréttina um slit viðræðna  Bandaríkjanna og Kanada á viðskiptasamningi landanna,það er fréttnæmt. 
Trump setti skilyrði í samninga við Mexíkó,að verkafólki væru borguð sómasamleg laun og þar með leggðust flóttatilraunir til Bandaríkjanna af. Trump býr yfir skilningsríkri samkennd.

Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2018 kl. 01:50

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trump er frelsarinn endurfæddur embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 4.9.2018 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband