Þriðjudagur, 28. ágúst 2018
Icelandair og WOW sameinast? Nei, ekki góð hugmynd
Icelandair og WOW eiga aðeins tvennt sameiginlegt, bæði eru flugfélög og í taprekstri. Að öðru leyti eru félögin gagnólík. Icelandair stendur á gömlum merg Flugleiða, sem áður voru tvö félög, Flugfélag Íslands og Loftleiðir.
WOW er aftur sprotafyrirtæki sem kom til sögunnar þegar Ísland tók flugið sem ferðamannaland. Ef tapreksturinn heldur áfram fer WOW fyrr í gjaldþrot en Icelandair, sem stæði sterkara að vígi.
Ríkisvaldið stóð fyrir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða 1973. Tilgangurinn var að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu.
Góðu heilli eru í dag engar líkur að eitt eða tvö flugfélög hafi í hendi sér allar flugsamgöngur landsins. Engin ástæða er til að sameina Icelandair og WOW. Tvöfaldur taprekstur er ekki betri en einfaldur.
Sameinast flugfélögin fyrr en síðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Icewow?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2018 kl. 18:16
Rétt er það, það é ekki að verða nein sameing til að bjarga gamla einokunarfyrirtækinu Icelandair frá gjaldþroti. Ríkisstjórnin á ekki að skipta sér af.
Aztec, 28.8.2018 kl. 18:56
...sameining.
Aztec, 28.8.2018 kl. 18:57
Það er kanski spurning um að við eigum eitthvað flugfélag eins og þegar Flugleiðir voru stofnaðar.
Halldór Jónsson, 29.8.2018 kl. 08:21
Flugleiðir voru stofnaðir með samruna Flugfélags Íslands og Loftleiða árið 1974 ef mig misminnir ekki. Þjóðin hefur síðan haldið félaginu á floti, ef ekki með viðskiptum þá fjárfestingum lífeyrissjóðanna okkar. WOW er byggt á allt öðrum grunni, samkvæmt fréttum virðist það byggja á leiguflugvélum og erlendum lánum. Allt annað mál. Sameining gæti ekki komið til greina á þeim forsendum.
Kolbrún Hilmars, 29.8.2018 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.