Gleymda fréttin sem afhjúpaði tvískinnung þingmanna

Lítið fór fyrir RÚV-frétt sem birtist fyrir rúmri viku um að alþingismenn ýmist sjálfir eða stofnunin greiði fyrir vinnuna sem fyrirspurnir þingmanna kosta.

Þingmenn, sumir hverjir, eru fyrirspurnarglaðir í meira lagi. Sumar fyrirspurnirnar eru út í bláinn. Þingmaður Pírata spurði um óskráðar reglur þingheims.

Með fyrirspurnum þykjast þingmenn sinna eftirlitsskyldu sinni. Í reynd er þorri fyrirspurna til að vekja athygli á þingmanninum sjálfum.

En, sem sagt, fyrirspurnir kosta skattborgara stórfé. Og nú krefjast opinberar stofnanir aukaframlags vegna vinnu við að svara hégómlegum spurningum þingmanna.

Hver fer aftur með fjárveitingavaldið? Jú, alþingi. Og hver fer með eftirlitið að fjármunum almennings sé vel varið? Jú, alþingi.

Er ekki kominn tími til að almennir borgarar fái vettvang, sérstaka stofnun, er hafi eftirlit með þeim sem hafa eftirlit? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það er til slík stofnun, sem gæti heitið Eftirlitseftirlitið, en gengur undir nafninu Ríkisendurskoðun.

Þórhallur Pálsson, 28.8.2018 kl. 12:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í guðanna bænum ekki fleiri stofnanir. Sumar fyrirspurnir eiga rétt á sér en til að hefta óhóflega fyrirspurnargleði þurfa þingmenn að finna fyrir því. Það mætti taka þennan kostnað að hluta úr frímerkja-, bílastyrkja- og skemmtanasjóði alþingismanna. Þannig myndu þeir fljótt finna fyrir áhrifunum og vanda betur til þess sem spyrja þarf um. Þingmenn þyrftu þá að koma sér saman um hvaða fyrirspurnir væru nægilega réttlætanlegar til að rýra þeirra eigin hag.

Umfram allt á ekki að auka fjárveitingar til þessara liða til að dekka kostnaðinn.

Ragnhildur Kolka, 28.8.2018 kl. 12:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er þjóðráð hjá Ragnhildi og kominn tími til að ríkisstarfsmenn séu minntir á hverjir borga brúsann! 

Helga Kristjánsdóttir, 28.8.2018 kl. 18:14

4 Smámynd: Aztec

Þórhallur, Ríkisendurskoðun hefði átt að vera endurskoðuð fyrir mörgum, mörgum árum, þegar ríkiendurskoðandi gerði sig sekan um spillingu, hagsmunaárekstra og roluhátt í Skýrr-málinu illræmda.

Hann þurfti ekki að axla neina ábyrgð frekar en aðrir íslenzkir embættismenn, en fékk að halda starfi sínu alveg til 2018.

Aztec, 28.8.2018 kl. 19:32

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

Auðvitað eru fylgismenn fasisma illa við að þingmenn og kjósendur fái réttar upplýsingar.

Jón Ragnarsson, 29.8.2018 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband