ASÍ: faglegt eða pólitískt?

,,Vor í verkó," var slagorð sem leiddi til stjórnarbyltinga í Eflingu og VR, tveim stærstu félögum innan Alþýðusambandsins, ASÍ. Sósíalismi og skæruverkföll voru meðal þess sem boðið var upp á undir merkjum slagorðsins.

Eftir því sem nær dregur ASÍ-þingi, þar sem velja skal forystu til næstu ára, verður spurningin áleitnari hvort hreyfingin ætli sér að verða byltingarafl eða starfa faglega.

ASÍ er ekki lengur fjöldahreyfing. Aðeins örfá prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunum til Eflingar og VR. Í dag auglýsir VR eftir félögum sem nenna að mæta á ASÍ-þingið í október.

Um leið og ASÍ gerir sig að byltingarafli verður umboðsleysi hreyfingarinnar afhjúpað. ASÍ verður ekki tekið alvarlega, hvorki af stjórnvöldum né Samtökum atvinnulífsins, enda fyrirfram vitað að enginn áhugi er meðal almennra félagsmanna að gera Ísland að sósíalistaríki með tilheyrandi óðaverðbólgu og eymd.

Ef ábyrgir aðilar taka ekki höndum saman og forða ASÍ frá kjánavæðingu er hætt við að hryggstykki verkalýðshreyfingarinnar verði að ómarktæku nátttrölli.


mbl.is „Kraumandi pólitík“ í ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það ekki aðal spurningin hver muni verða afstaða komandi formanns til ESB?

Jón Þórhallsson, 24.8.2018 kl. 08:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega athugað. áhrif nýkommúnistans og uppgjafakapítalismans Gunnars Smára Egilssonar innan ASÍ eru ekki það sem okkur vantar mest.

Halldór Jónsson, 24.8.2018 kl. 08:37

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ekki raunhæfara að tala um að það séu hér nokkrir

JAFNAÐARMANNA-FLOKKAR frekar en kommonistaflokkar?

Jón Þórhallsson, 24.8.2018 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband