Sunnudagur, 19. ágúst 2018
Pútín fyrirsjáanlegur, Trump ekki
Pútín Rússlandsforseti hitti Merkel kanslara Þýskalands í gær á óformlegum vinnufundi. Enginn blaðamannafundur var haldinn eftir fundinn en endursögn þýskra fjölmiðla á þriggja klst. samræðum leiðtoganna er í stikkorðum: Sýrland, Úkraína, Íran og gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands.
Það á að heita svo að ESB-ríki beiti Rússland efnahagsþvingunum vegna innlimunar Krímskaga. En þrátt fyrir það jukust viðskipti Þýskalands og Rússlands um 22 prósent á liðnu ári.
Í forsetatíð Obama í Bandaríkjunum reyndu vesturveldin að einangra Rússland. Trump reyndi að bæta samskiptin en er haldið aftur af frjálslyndum öflum í Bandaríkjunum sem ala á kaldastríðsótta. Trump fór þá leið að að efna til viðskiptastríðs við Evrópusambandsins, sem hann sakar um að leika tveim skjöldum: láta Bandaríkin borga fyrir varnir Evrópu gagnvart Rússum en stunda viðskipti við Rússland og gera sig háða orku þaðan, sbr. gasleiðsluna.
Leiðtogar í Evrópu treysta ekki Trump, sem er óhefðbundinn stjórnmálamaður. Pútín aftur er fyrirsjáanlegur.
Pútín kom hálfri klukkustund of seint á fundinn með Merkel. Hann tafðist í brúðkaupi austurríska utanríkisráðherrans. Þjóðverjum er umhugað um stundvísi en fyrirgefa þeim rússneska þá vangá. Pútín kemur kannski seint en hann eyðileggur ekki veisluna, líkt og Trump á til að gera.
Athugasemdir
Skarplega athugað Páll
Halldór Jónsson, 19.8.2018 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.