Óöldin í ráðhúsinu, pólitísk og persónuleg

Borgarfulltrúi rekur út úr sér tunguna framan í annan og embættismenn herja á kjörna fulltrúa í ráðhúsinu. Ásakanir ganga á víxl um trúnaðarbrest og undirferli. Sem sagt, velkomin í ráðhús Reykjavíkur.

Hvað veldur?

Vinnutilgáta:

við síðustu kosningar komu ný pólitísk öfl inn í borgarstjórn, sem einnig varð fjölmennari. Sósíalistar, Miðflokkur og Flokkur fólksins fóru beint í stjórnarandstöðu. Meirihluti vinstriflokka tapaði kosningunum en bjargaði sér með samningum Viðreisn um að stýra borginni.

Pólitíska meirihlutavaldið í borginni er veikt og það nýtir stjórnsýslan sér til að koma ár sinni fyrir borð. Embættiskerfið er þó ekki sterkara en svo að það er uppvíst að vinnulagi sem telst ekki til fyrirmyndar. Kjörnir fulltrúar svara yfirgangi embættismannavaldsins.

Veik stjórnun, sundurlyndi, bæði pólitísk og persónuleg, er rót óaldarinnar í ráðhúsinu.

Einfalt er að greina vandann, flóknara að leysa. En það má byrja á einföldum atriðum. Eins og kurteisi. 


mbl.is Ullað í borgarráði Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband