Þriðjudagur, 14. ágúst 2018
Corbyn, gyðingahatur og hryðjuverkasamúð
Leiðtogi Verkamannaflokksins breska, og formaðurinn Jeremy Corbyn, liggja undir ámæli fyrir gyðingahatur. Hatrið er nátengt samúð með hryðjuverkasamtökum sem stefna að gereyðingu Ísraelsríkis.
Corbyn laug til um aðild sína þegar hann heiðraði minningu hryðjuverkamanna fyrir fjórum árum. Corbyn sagðist aðeins leita eftir friði í miðausturlöndum.
Friðurinn sem Corbyn sækist eftir er að útrýma Ísraelsríki með öllum tiltækum ráðum. Þar með leysist gyðingavandamál Corbyn og breska Verkamannaflokksins. Á þýsku hét þetta Endlösung.
Corbyn heiðraði hryðjuverkamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Corbin hefur alsrei gert neitt sem bendir til þess að hann vilji útrýma Ísraelsríki og þaðan af síður að hann sé haldin gyðingahatri. Hann hefur aldrei sagt eða gert neitt sem með nokkurri sanngirni getur flokkast sem gyðingahatur.
Það er til mikils mælst að ætlast til að Corbin hafi vitað hvaða menn lágu undir hvaða legsteini í þessum kirkjugarði. Þarna var einfaldlega athöfn þar sem minnst var fórnarlamba fjöldamorða Ísrala á bækistöðvar freisissamtaka Palestínu í Túnis. Hvar hann stóð segir ekkert til um álit hans á þeim einstaklingum sem hvíla í þeim gröfum sem hann stóð nálægt.
Það er því út í hött að tala um að Corbin hafi þarna verið að heiðra hryðjuverkamenn ekki síður en fáránlegar ásakanir á hann um gyðingahatur.
Þetta er allt hluti af ófræingaherferð gagnvart honum til að koma í veg fyrir að hann verið forsætisráðherra Bretlands því forsætisráðherra með eolilega réttlætiskennd gagnvart deilu Ísrala og Palestínumanna er slæmt mál fyrir hið grimma hernámsveldi Ísrael.
Sigurður M Grétarsson, 14.8.2018 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.