Vestræn ríki glata samstöðunni

Kanada er pólitísku stríði við Sádí-Arabíu vegna mannréttindabrota múslímaríkisins. Kanadamönnum finnst þeir standa einir. Bandaríkin standa einangruð í viðskiptastríði við klerkaríkið Íran og reyna að kaupa stuðning Bretlands, sem fylgir Evrópusambandinu og vill stunda viðskipti við Íran.

Bandaríkin og Tyrkland deila um viðskipti og mannréttindi. Önnur vestræn ríki sitja hjá. Erdogan Tyrklandsforseti hringir í Pútín í Rússlandi í leit að stuðningi.

Trump vill að Bandaríkin og Rússland nái saman en Evrópusambandið er á móti bættum samskiptum.

Í deilum af þessum toga reyndu vestræn ríki til skamms tíma að sýna samstöðu. Það virðist liðin tíð. Meiri líkur en minni eru á því að enn kvarnist úr samstöðunni. Ástæðan fyrir þessari þróun er að vesturlönd eru ekki lengur sammála um meginsjónarmið annars vegar og hins vegar að hagsmunir vesturlanda eru ekki jafn einsleitir og þeir voru á dögum kalda stríðsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband