Múslímar veðja á guð gegn dollar

Tyrkneska líran í er frjálsu falli, m.a. vegna deilna Tyrkja og Bandaríkjanna um bandarískan prest í tyrknesku fangelsi. Erdogan forseti er þó borubrattur: ,,þið eigið dollara en við eigum allah," segir hann á fjöldafundi í heimahéraði sínu í Tyrklandi, samkvæmt Die Welt.

Erdogan færir Tyrkland í átt að trúarríki. Á gjaldeyrismörkuðum hefur líran fallið um tæp 40 prósent síðustu mánuði. Tyrknesk fyrirtæki með erlendar skuldir stefna í þrot, bankar sömuleiðis.

Síðdegis í dag mun fjármálaráðherra Tyrklands, sem fyrir tilviljun er tengdasonur Erdogan, tilkynna  nýtt ,,viðskiptamódel". Væntanlega eftir forskrift allah, sem stendur með lírunni gegn óguðlegum dollar.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

¨"Ällah er mikill" en er hann meiri en Mammon?foot-in-mouth

Hörður Þormar, 10.8.2018 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband