Búrkur og krossar

Búrkur eru fyrir múslímum það sem krossar eru kristnum, segir breskur þingmaður í deilunni klæðaburð múslímakvenna.

Ef svo er segir það heilmikla sögu um trúarbrögðin og hve ólík þau eru. Kristnir, sumir hverjir, bera lítinn kross á brjósti sér, sem hlédrægt og hófstillt tákn um trúarafstöðu. Múslímar á hinn bóginn klæðast trúnni frá toppi til táar og bæta oft við andlitsdulu til að undirstrika að trúin sé mennskunni æðri.

Skýrara getur það ekki verið. Valið stendur á milli einstaklingsfrelsis og trúarsannfæringar.

Í fréttinni, sem vitnað er til hér að ofan, segir að 60 prósent Breta eru hlynntir banni á búrkur á almannafæri.

Skal engan undra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband